Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 101
ýmsu leyti ýtarlegri, en hann hefur að líkindum verið vinnu-
maður í Hólmlátri um þessar mundir. Atburðarásin í sögu
þeirra Hólmlátursbænda er eitthvað á þessa leið:
Morgun einn á túnaslætti sumarið 1882, var sonur Daniels, er þá var
11-12 ára, að reka kýrnar í haga nálægt tjörnum tveim, sem eru í mýrar-
sundi sunnanvert við Hólmlátursborgir (klettaborgir SA af bænum). „Veit
hann þá ekki fyrri til, en til kúnna kemur skepna nokkur, án þess að hann
tæki eftir, hvaðan hún kom. Hún var á stærð við kú, skjöldótt að lit, meir
hvít en dökk, og loðnari að framan en aftanverðu. Hún virðist ætla að slást
í hópinn, og lætur forvitnislega eða kunnuglega að kúnum.“ (Gríma). (f (A)
segir að kýrin hafi komið úr tjörninni).
Drengur varð hræddur við þessa skepnu, enda sá hann að „þetta var ekki
nautkind“, a.m.k. engin venjuleg, og þegar skepnan er komin á götuna rétt
hjá honum, hleypur hann upp í klettana og slær um leið til hennar tág er
hann hafði í hendi, og segir „Hvað ætlarðu“. „Þá bregður hún við og
hendist af götunni frá kúnum og út í aðra tjörnina.“ Sú tjörn var þó of
grunn til að hún gæti farið þar i kaf.
Varð nú drengur alvarlega hræddur og hljóp í spretti til fólksins, er var að
taka saman hey á túninu, og sagði föður sínum (Daniel) frá þessu, en hann
sinnti því lítt i svipinn, en sagðist þó hafa séð eftir því er hann fór að inna
drenginn nánar eftir atvikum. „Drengurinn hafði verið mjög nærri skepn-
unni og athugað hana glöggt, fullyrti að hún hefði ekki verið nautgripur,
það hejbu ekki verið á henni klaufir eins og á kúm, heldur fleiri tar en tvær á hverjum
fœti. “ „Daniel sagðist hafa bannað syni sínum að hafa meir orð á þessu, því
að enginn myndi trúa, að þetta hefði verið annað en nautgripur, og myndu
menn hlæja að honum fyrir ranga eftirtekt“. Það fylgir sögunni (B og C) að
„þennan sama dag sá fólk frá næsta bæ Hólmláturskýrnar álengdar, og með
þeim einn nautgrip, sem það kannaðist ekki við, en með þeim lit, sem
drengurinn hafði lýst. Ekki kom sá gripur heim með kúnum um kvöldið, og
sást ekki heldur síðan. En það fullyrtu bændurnir báðir, að á engum bæ í
grenndinni, hefði verið til gripur með þeim lit“.
Frásögn Sigurgeirs (A) ber að mestu saman við ofangreinda
sögu þeirra Hólmlátursbænda, nema hann segir drenginn
hafa sagt „að ókunnug skepna hafi komið upp úr tjörn á leiðinni
og slegið sér saman við nautin, og væri hún nú með þeim.
Sagði hann að sér hefði sýnst hún líkjast kú.“ Ekki nefnir hann
að dýrið hafi farið út í tjörnina aftur, en bætir hins vegar við
alllangri frásögn af aðför sem nokkrir menn á bænum gerðu
að dýrinu.
103