Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 34
1
hrossaarðinum. Auk þess er ég hræddur um að fallþungi
folalda sé víða lægri en skyldi vegna lélegrar vetrarmeðferðar
á hryssum og hagaþrengsla á sumrum.
En hafa ber í huga, að skilyrði til stóðbúskapar eru mjög
breytileg eftir jörðum. Að sjálfsögðu haga margir bændur
hrossabúskap sínum á þann veg, að þeir hafa nokkurn hag af,
venjulega sem aukabúgrein. Þetta eru þeir bændur, sem eiga
ekki fleiri hross en jarðir þeirra bera með góðu móti, hrossin
keppa ekki við aðrar búgreinar, þeim er séð fyrir nægu vetr-
arfóðri og alúð er lögð við ræktun þeirra. Hrossabeit getur
verið hagabót í grösugum heimalöndum, t.d. sé þeim beitt
með sauðfé á mýrlendi í hóflegum fjölda (2). Þannig geta
hross bæði verið til arðs og ánægju, ef rétt er á málum haldið.
Raunsœi í stað óskhyggju.
Mikið hefur verið fjallað um sölumöguleika fyrir nautgripa-
og sauðfjárafurðir síðustu ár og ráðstafanir hafa verið gerðar
til að draga úr framleiðslunni, einkum með fækkun, til að
aðlaga hana breyttum markaðsaðstæðum. Sumir virðast ekki
átta sig á því, að einnig er við verulegan vanda að etja í
markaðsmálum hrossaræktarinnar. Eftir því sem best er vitað
er nú svo komið, að sölu helstu afurðanna, lífhrossa og kjöts, er
þröngur stakkur sniðinn, bæði innanlands og utan.
Oft finnst mér fjallað um markað fyrir hrossaafurðir af
óskhyggju frekar en raunsæi. Þetta er að sumu leyti skiljanlegt
og minnir mjög á umræður um aðrar búgreinar, svo sem
sauðfjárrækt fyrir 3-4 árum. Bjartsýni er góðra gjalda verð, en
ekki verður lengur litið framhjá staðreyndum sem við blasa.
Það er engum til góðs, síst af öllu hrossabændum sjálfum. Nú
er óhætt að fullyrða að hrossafjölgun liðinna ára er ekki í
samræmi við markaðsmöguleikana eins og ég mun síðar víkja
nánar að. Þess eru dæmi að bændur réttlæti fjölgun hrossa
með því að verið sé að draga saman seglin í sauðfjárræktinni
og sums staðar sé verið að skera niður vegna riðuveiki. Vera
má að stöku bóndi geti aukið hrossabúskap af þessum ástæð-
um, en í heildina eru markaðshorfur slíkar, að ég tel ekki
ráðlegt að auka framleiðslu hrossaafurða að svo stöddu. Nú
36