Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 95
trantinum virtust hanga tvaer blöðkur, sem slettust til, þegar dýrið gekk.
Litur dýrsins var grábrúnn, og var það mikið loðið og lubbalegt. Engin eyru
sáust.“
Stefán bóndi skaut á dýrið er það var að ganga í sjóinn, en
ekki virtist það kippa sér mikið upp við það, fyrr en við síðasta
skotið, er Stefán taldi líklegt að hefði verið banvænt.
„Á meðan skothríðin stóð, óð dýrið hægt frá landi. Virtist það ekki taka
til sunds, fyrr en það var komið að miklu leyti í kaf. Þegar dýpið leyfði
kafaði dýrið, en kom upp nokkrum sinnum, ca. 3svar. Þegar það kafaði
síðast gerði það mikla gusu og sást svo ekki aftur.“
„Bælið var athugað skömmu eftir að dýri hvarf. Engin hár sáust í því, en
alldjúp laut hafði myndast í sandinn (sandur og þari) þar sem dýrið lá. Var
hún um 1,5-2 m í þvermál og um 1 alin á dýpt. Nokkur fitubrá kom á sjóinn
þegar flæddi upp í bælið. Spor sáust ekki eða mjög ógreinilega“ en hins
vegar tvær rákir í sandinum með um 50 sm bili, sem benti til að dýrið hefði
ekki lyft fótunum heldur dregið þá.
Ekki bar heimilisfólkinu alveg saman um útlit dýrsins, t.d.
um lengd fótanna og flipana á hausnum, loðnu þess o.fl., eins
og fram kemur á meðf. mynd. 3.
I blaðafregnum kemur fram að Finnur Guðmundsson o.fl.
hafa talið líklegast að Heiðarhafnardýrið væri (ungur) rost-
ungur, enda getur ýmislegt í lýsingunni bent til þess. Varð-
andi Laxamýrardýrin, hafa menn hins vegar helzt getið sér til
um hvítabirni, en ekki er það sannfærandi skýring. Þórbergur
getur þess í eftirmála, að skv. upplýsingum frá Veðurstofunni
hafi ekki orðið vart við ís við landið síðan í júní um sumarið,
og þá við Vestfirði, og finnst þetta ólíkleg skýring miðað við
lýsingu bræðranna, þótt rissið minni dálítið á birni. ,,En
mætti ekki eins segja að það minni á kollótta nautgripi“? spyr
hann.
Niðurstaða Þórbergs er svo á þessa leið: „Ef það er allt tekið
til greina, sem hér hefur verið sagt um skepnur þessar, virðist
það einna sennilegast, enn sem komið er, bæði um dýrið í
Heiðarhöfn og dýrin við Laxárósa, að þau hafi tilheyrt dýra-
tegund eða dýrategundum, sem okkur eru með öllu ókunn-
ugar.“
7
97