Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 80
Helzti munur á sækúm annars vegar og landkúm og
huldukúm hins vegar, var sá, að sækýrnar höfðu jafnan ein-
hverskonar blöðru fyrir nösum, sem hinar hafa ekki. Skilst
manni að þær andi í þessa blöðru þegar þær eru neðan sjávar
og nái þannig súrefni úr vatninu. Til að handsama sækýr
þurfti að sprengja blöðruna, og fengu þær þá fullkomið eðli
landkúa, en annars steyptu þær sér aftur í sjóinn. Er þessa
fyrirbæris getið í flestum íslenzkum sækúasögum, og sama er
sagt um sæhestinn í Grímsey (1. mynd).
Þá eru sækýrnar undantekningarlítið „sægráar“ að lit, en
ekki er það heldur ótítt hjá hinum flokkunum tveimur. Enn er
sagt að sækýr snúi gjarnan hausnum til sjávar þegar þær
standa á bás sínum, en huldukýr snúa hausnum til lands. (í
Færeyjum kvað þetta þó vera öfugt). Að jafnaði eru sækýr
taldar mjólka betur en landkýr, og því sóttust menn eftir að
ná þeim og nota tii kynbóta í kúastofni sínum. Þess er einnig
getið, að mjólk þeirra sé kostabetn en mjólk úr landkúm.
ísienzku sæneytin voru reyndar ekki alveg bundin við sjó-
inn, heldur komu þau líka fyrir í stöðuvötnum, jafnvel langt
inni í landi. Athyglisvert er að menn hafa ekki nefnt þau
vatnanaut, iieidur hefur sænautaheitið gilt um þau eins og
hin, er í sjónum áttu heima. Kemur það m.a. fram í örnefninu
Sœnautavatn og fieiri slíkum á Jökuidalsheiði austur, og í sög-
um hér á eftir. (Reyndar mun sær eða sjór eins hafa merkt
stöðuvötn til forna, sbr. d. sö, s. sjö og þ. See) I vötnunum
mæta sæneytin nykrinum, sem var þekktur að því að geta
brugðið sér í ýmissa kvikinda líki. Var jafnvel ekki trútt um að
hann gæti stundum komið fram sem naut.
í Islenzkum þjóðsagnasöfnurn og öðrum heimildum, er til
fjöidi frásagna af sæneytum, sem dreifðar eru um mestaiit
iandið. Þó eru áberandi flestar sögur af Austurlandi og Vest-
uriandi, og virðast þær eirikum hópast saman um miðhluta
þessara landsfjórðunga, þ.e. norðurfirðina á Austurlandi, og
Hvammsfjörð fyrir vestan, eins og sjá má glögglega á með-
fylgjandi korti (2. mynd).
Fátækt Norðurlands af sænautasögum má líklega skýra úí
frá því fyrirbæri sem kailað er Þorgeirsboli, en það var eins
82