Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 90
Að Valshamri tíðkaðist að sitja yfir kúm á sumrum í ey nokkurri þar
nærri, og voru þær reknar þangað eftir rifi, þegar lágsjávað var. „Eitt sumar
sat drengur nokkur, innan fermingar, þar yfir nautunum. Einn dag sér
hann sægráa kú koma saman við nautin, en eigi sá hann hvaðan hún kom.
En það sá hann að hún átti þar hvergi heima í grenndinni. Hann undraðist
þetta mjög og athugar kúna vel. Svo mjólkar hann hana í höfuðfat sitt, til
þess að sanna sögu sína. Var hún mjög gæf. Síðan hleypur hann heim með
mjólkina.“ Um kvöldið var kýrin horfin, en birtist þó aftur næsta og
þarnæsta dag, en hvarf jafnan á kvöldin, eða þegar menn fóru til að vitja
hennar. „Þá þóttust allir sjá að þetta hefði verið sækýr, enda var mjólk
hennar miklu kostabetri en úr öðrum kúm.“.
11) „Sœnautin á Stað“ í Grunnavík. Frá Djúpi og Ströndum e.
Jóhann Hjaltason, bls. 194.
Þetta er gömul munnmælasaga um tilefni þess að Staðar-
kirkja fékk vandaðan prédikunarstól með myndum af guð-
spjallamönnum og prestinum sem gaf hann, en hann var enn
við lýði um 1887.
Átti presturinn að hafa lent í átökum við griðung einn mikinn, er gekk
þar úr sjó, ásamt 10 sækúm, nótt hverja i gróandanum og beit tún hans.
Varð klerki afls vant við tarfinn, og hét þá að gefa kirkjunni nýjan predik-
unarstól, ef hann fengi yfirbugað hann, Urðu þá skjót umskipti í viður-
eigninni, og drap klerkur bola. Var mörinn úr honum bræddur, og reyndust
18 fjórðungar. „Seldi prestur hann útlendum skipurum fyrir hátt verð, og
varði því öllu til kaupa á stóli þeim, sem enn prýðir Staðarkirkju.“ En „hvað
um kýrnar varð greinir sagan eigi.“
Önnur útgáfa af þessari sögu er í Vestfirskum sögnum
Arngríms Bjarnasonar, 3. bindi, bls. 102-103, og nefnist þar
„Álfabyggð við Grænavatn í Grunnavík“.
Þar eru nautin, er gengu i tún prestsins, kennd álfum eða huldufólki.
Náði prestur forustunautinu, með því að bita í eyra þess. Skömmu síðar
lenti hann í átökum við eiganda nautsins, og fór halloka í fyrstu, en gat
unnið hann með því að heita á Staðarkirkju, og gaf henni síðar dýrindis
silfurstjaka. Nautið varð kynbótagripur.
Hér er sýnilegt að sækúm og huldukúm er ruglað saman,
enda er þess hvergi getið annars staðar, að sækýr hafi gengið
til beitar á landi, eða að menn hafi lent í átökum við eigendur
þeirra (sjá þó nr. 9).
92