Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 115
HORNÓTTUR HVÍTABJÖRN
Á tímabilinu milli 1915-18 héldu sig nokkur hreindýr á svo-
nefndum Stafdal í Seyðisfirði. Er það dalverpi eitt, sem liggur
á milli Fjarðarheiðar og Vestdalsheiðar að Bjólfsbaki. Hafa
dýr þessi sennilega komið frá hjörðinni vestan og sunnan
Lagarfljóts, Skriðdalshjörðinni. Hurfu þau síðar burt þaðan,
en saga ein er sögð frá þeim árum, sem minnisstæð hefir orðið,
og eigi líklegt að hún gleymist fyrst um sinn. Er hún sögð á
ýmsa vegu, en aðalatriði hennar þó ætíð á einn veg:
Það mun hafa verið snemma sumars eitt árið, sennilega
1918, að dýr eitt hvíttgrátt á lit sást á Háubökkum, milli
Fjarðaröldu og Vestdalseyrar í Seyðisfirði. Lagði dýrið hik-
laust á fjörðinn og stefndi um hann þveran. Hugðu menn, að
hér myndi á ferðinni ísbjarnarhúnn stálpaður, með því að íss
hafði orðið vart við land þá um veturinn.
Greip nú veiðihugur mikill unga menn og ofurhuga stað-
arins, og urðu tveir þeirra viðbragðsskjótastir, þeir Sigurður
Stefánsson og Kristján Kristjánsson. Ýttu þeir báti á flot og
réru af kappi miklu á Kringluna fram og komust í færi við
dýrið. Skaut Sigurður síðan dýrið, en Kristján hafði hendur á
því og hélt í það, meðan róið var til lands.
í landi stóðu menn í hópum í æsandi eftirvæntingu, og er
báturinn nálgaðist land, kallar einn hátt og snjallt til báts-
verja:
„Er það nú alveg víst, að þetta sé bjarndýr?“
Og úr bátnum kveður við rödd Kristjáns með krafti sann-
færingar:
„Maður lifandi! Já, ég held nú það! — Ég sem held í hornin
á honum!“
„Hver andskotinn, er hann hornóttur,“ varð þá einum að
orði.
Eftir frásögn Halldórs forstj. Stefánssonar og Eyjólfs Jónssonar bankastjóra.
(Úr bók Helga Valtýssonar: Á hreindýraslóðum. Akureyri 1945).
117