Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 111
6. mynd. Hugmynd um útlit dýrsins Pakicetus inachus, sem nýlega hafa fundist
leifar af í Pakistan, og sumir telja mögulegt að se' forfaðir nútíma tannhvala. (Blaða-
mynd).
Er þá aðeins eftir sá möguleiki, að um útdauð eða óþekkt sœdýr
hafi verið að ræða, og verður seint útilokað að svo geti verið,
því að sjórinn er stór og margt sem í honum býr, eins og
máltækið segir, en ekki er mér kunnugt um neinar steingerðar
minjar sjódýra, er hugsanlega gætu líkst nautum. Telja þó
sumir að hvalir hljóti að vera komnir af slíkum dýrum, eða
a.m.k. sumir þeirra. (6. mynd).
Um óþekkt sjódýr verður að vísu litið sagt, en flestum mun
þykja ótrúlegt, að þau myndu líkjast svo nautgripum eða
hestum, sem fram kemur í sögnunum, og gætu borið sig svo
auðveldlega um á landi.
Það er hins vegar vel kunnugt, að ýmsar nautategundir í
Hitabeltislöndunum, eru mjög gefnar fyrir að vaða í fenjum,
vötnum og ám, og lifa jafnvel að staðaldri í vatni, eins og t.d.
indverski bufflinn (Bubulus bubalis), og raunar virðist grunnt á
8
113