Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 92
ekki fangs. Heldur hann því með hana af stað til Brjánslækjar, en þar voru
naut. Að skömmum tíma liðnum kemur hann aftur og segist hafa lokið
erindinu, og furðaði heimafólk á því hve fljótur hann var að fara þetta.
„Nú kemur þar, að kýrin ber og á hún gullfallega kvígu, þrílita, gul-
bröndótta, enda var hún sett á. Duldi Jón það þá ekki lengur, að hann hefði
haldið kúnni undir sænaut í fjörunni, milli Brjánslækjar og Arnórsstaða."
Hér er að vísu um að ræða nokkuð óvenjulegan lit á sæ-
nautskálfi, og bendir það reyndar fremur til huldufólkskúa,
sem gátu haft ýmsa liti eins og kýr mannfólksins. Athyglisvert
er að hvergi er minnst á neina blöðru á þessum sægraðungum,
og ekki þurfti neinar sérstakar ráðstafanir til að þeir gögnuð-
ust kúnum.
SÍÐARI FLOKKUR SÆNEYTASAGNA
Víkur þá að þeim sögnum, sem telja má sannsögulegar og lýsi
raunverulegum atburðum þar sem óþekkt ,,sædýr“ ganga á
land, dvelja þar mismunandi lengi og aðhafast sitthvað, áður
en þau hverfa í sjóinn aftur.
Andstætt því sem gerist í þjóðsögunum, hafa menn yfirleitt
lítil samskipti við þessi dýr, sjá þau oftast tilsýndar á sjávar-
ströndum. Oftast eru þau óáleitin við menn og dýr, en þó
kemur fyrir að þau elta menn. Lögun þeirra og litur er tölu-
vert mismunandi. Oft er sagt að þau séu á stærð við kýr (eða
vetrungsnaut) og svipi til þeirra í útliti, hafi t.d. horn og hala,
en þess er oft getið að halinn sé lengri en á kúm, og gjarnan ber
ýmislegt fleira á milli.
Stundum virðast dýrin likjast hestum, eða vera millistig
þeirra og nautgripa, og loks er þess getið nokkrum sínnum, að
dýrin hafi fleiri en tvær klaufir, og jafnvel fætur er líkjast
klódýrum. Oft eru þau frá á fæti. Þau eru jafnan skjöldótt en
annars breytileg að lit, og hvergi er hér getið um sægrá dýr
með nasablöðru, eins og í þjóðsögunum.
Sögurnar í þessum flokki eru yfirleitt frá síðari hluta 19.
94