Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 102
5. mynd. Hreindýr, líkjast nautgripum ekki mikib, jafnvelþótt hornlaus vœru, en þó er
hugsanlegt að þau hafi orðið tilefni sumra sagnanna, sem hér eru raktar. (Bjami
Sœmundsson ).
„Fóru þeir fjórir saman, ríðandi, og héldu hver á sínum ljánum, berum.
Fastréðu þeir að vinna á dýrinu, ef þeir næðu því ekki öðru vísi“. Segist
Sigurgeir hafa verið einn af þeim. Lýsir hann dýrinu svo: „Kýrin var
meðalstór, en ólík öðrum kúm, (er þeir höfðu séð), einkum í því, að herða-
blöð hennar risu miklu hærra en á öðrum nautum, og beygðust mjög saman
að ofan. Sást, ef horft var fram og aftur eftir henni, sem stór glufa milli
þeirra, en hár hnúður frá hlið að sjá. Þetta gerði hana ólíka öðrum kúm, en
að öðru var hún eins. Hún var dökkleit, en þó með skjallahvítum skjöldum.
Þó sló skærum silfurlit á dökkan belginn." Einnig segir hann að hún hafi
líkst kvígu „að fyrsta eða öðrum kálfi, með ærinn stálma í júgri.“ „Hún beit
annað gras en hinar, fór leitandi og kroppaði einungis vatnajurtir, eða það
gras, er sprottið hafði í torfflögum“.
Ekki tókst þeim félögum að handsama kúna, eða vinna henni mein, þrátt
fyrir góðan viðbúnað. Þaut hún sem hendiveifa fram hjá þeim og „strauk
sem elding í aðra tjörnina og hvarf þar“.
Þótt þessi viðbótarsaga Sigurgeirs beri þess nokkurn keim
að vera tilbúningur, er hún a.m.k. mjög nákvæm og snilldar-
vel sögð. Þar sem þeir Hólmlátursbændur geta ekki um að-
förina, eru mestar líkur til að hún sé skáldskapur sögumanns,
104