Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 122
Nokkuð hefur borist af verkbeiðnum frá ýmsum aðilum,
bæði innan og utan bændastéttar að venju, sem hefur verið
sinnt eftir getu.
Þá voru efnagreind allmörg ullarsýni fyrir kopar og sink í
tengslum við athugun á ófrjósemi í sauðfé á Ströndum.
Leiðbeiningar og rannsóknir.
Lítið sem ekkert hefur borið á beinum rannsóknarverkefnum
sl. ár, en þeim mun meiri tími hefur farið í leiðbeiningastarfið.
Ber þá fyrst að nefna framhald á athugunum á virkni
súgþurrkunar, sem skýrt var frá í síðustu skýrslu og uppgjör á
þeim gögnum, sem má e.t.v. nefna rannsókn að hluta til. í
þessu efni hefur Ræktunarfélagið virkað sem hvati og tengi-
liður út í búnaðarsamböndin, en við starfsmenn þess lítið
getað stundað einstaklingsleiðbeiningar hér að lútandi, þó í
smáum mæli í nokkrum tilfellum. Niðurstöður þessarar
könnunar verða ekki raktar hér, enda hafa þær áður birst,
bæði á ráðunautafundi og í Frey.
Nú í sumar tókst að ljúka þeim áfanga í verkefninu ,,Hey-
gæði og sláttutími“, sem hófst með því að öllum bændum
voru send bréf, þar sem þeim var boðið upp á umræður við
leiðbeiningaþjónustuna um þessi efni og áður hefur verið rætt
um og ritað, bæði í starfsskýrslum og í sérstökum greinum í
Arsritinu. Munu allir bændur sem svöruðu bréfi þessu játandi
hafa fengið eina og flestir tvær heimsóknir.
Undirritaður fór í öll búnaðarsambönd á svæðinu í þessum
tilgangi í vor og sumar og gekk um mörg tún bænda og tók
grassýni á ýmsum stöðum ásamt, og í samvinnu við, heima-
ráðunauta. Er í ráði að rita um þessar heimsóknir og þá hluti,
sem að gagni geta komið í baráttunni við að ná sem mestum
og bestum heyjum.
Unnið var að uppgjöri athugana á átgetu mjólkurkúa og
sauðfjár á heykögglum og heyi á Möðruvöllum í félagi við Jón
Hlyn Sigurðsson, en hann lauk því sem hluta af verkefni við
Búvísindadeildina á Hvanneyri.
Nokkur tími fór í að athuga hugsanlega ástæðu fyrir
124