Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 91
Hér fara á eftir tvær sagnir, er fjalla um það fyrirbæri, er
sænaut voru talin kelfa landkýr, og valda þannig kynbótum í
kúastofninum. Samsvarandi sögur þekkjast víða um huldu-
naut, og er þar frægast dæmið um Huppu frá Kluftum. Báðar
þessar sagnir eru nokkuð þjóðsögukenndar og líklega gamlar
að stofni til.
12) „Sœnautið hjá Loftsstöðum“ í Flóa. Úr Farvegi aldanna, e.
Jón Gíslason, (Rvík 1973), bls. 129-138. Sögn Kristínar Þor-
láksdóttur, ömmu hans. Þetta er löng frásögn, sem sýnilega er
mjög færð í stílinn af skrásetjaranum, en meginefnið er þetta:
Fyrir löngu bjó fátækur bóndi með kerlingu sinni í koti einu hjá Lofts-
stöðum í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Áttu þau tvær kýr og fáeinar kindur.
Karlinn var sérkennilegur í háttum og töldu sumir hann göldróttan.
Sunnudag einn að sumarlagi, eftir messu, varð honum gengið meðfram
lónum austan við Loftsstaðabæinn og austur með sjónum, en þar voru kýr
hans á beit. Átti hann von á að önnur þeirra myndi beiða þann dag. Allt í
einu sér hann hvar „graðungur, sægrár að lit“, eða steingrár, er kominn til
kúnna, og stirndi á hann í sólskininu. „Hann leitaði brátt á vit kýrinnar, er
í gangmálum var, og tók hún vel gesti sínum, eins og eðlilegt var.“ Ekki
þekkti karl tarfinn, og að athöfn lokinni, sá hann sér til undrunar að boli
stefndi til sjávar. Fór hann fyrst út í lónin og yfir þau, en síðan út í sker og
steypti sér þaðan í sjóinn „og hvarf bráðlega með miklu busli og hama-
gangi, þrátt fyrir að karlinn reyndi að víkja honum til lands. 1 fyllingu
tímans eignaðist kýrin sægráan kvigukálf, stóran og fallegan, sem var alinn
upp, og varð hin besta mjólkurkýr „bæði nythá og mjólk hennar fiturík og
góð“. Kýrin eignaðist svo marga kálfa, sem allir voru sægráir, og lét karlinn
granna sína hafa kvígur undan henni. „Ekki brást það, að það urðu góðar
kýr, langtum betri en almennt var þar um slóðir.“. 1 þriðja ættlið fór sægrái
liturinn að blandast, en var þó lengi ríkjandi í því. Varð þetta kúakyn frægt
um allan Flóa og viðar um Suðurland. „Ég man vel eftir því, þegar ég var að
alast upp, að til voru gráar kýr, sem sagt var að væru af sænautakymnu,“
segir skrásetjarinn að lokum.
13) „Kýr fœr við sœnauti“. Bergsveinn Skúlason: Breiðfirskar
sagnir II, 2. útg. (Rvík 1982). „Úr fórum Helga Guðmunds-
sonar, Lbs. 3444, 4to.
Segir frá bónda einum á Arnórsstöðum á Barðaströnd, er Jón hét. Eitt vetr-
arkvöld, 1 vondu veðri, beiðir kýr hans, sem honum var umhugað að missti
93