Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 104

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 104
sem var þekktur að því að geta komið fram í líki ýmissa dýra. Ef til vill er ekki fráleitt að láta sér detta í hug, að um hreindýr hafi verið að ræða, þar sem þau hafa að líkindum verið óþekkt þar fyrir vestan, en ekki stemmir lýsing dýranna við þau nema að litlu leyti. 19) „Sœkýrin á Snœfjallaströnd“ Vestfirskar sagnir, 2. bindi, bls. 202-204. Skráð af Helga Guðmundssyni, eftir sögn Aniku Magnúsdóttur, í maí 1930. Anika ólst upp að Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd, og var 14 ára þegar sagan gerðist 1880, þá smali á bænum. Vordag einn sér hún einkennilega skepnu standa í flæðarmálinu í svonefndum Engelskavogi. „Skepna þessi líktist kú að öllu skapnaðarlagi. En Aniku sýndist hún stærri en stærstu kýr. Hún var höttótt að lit, svört að framan en hvit að aftan. Hvíti liturinn var þó ekki hreinn, því að grænleitri slikju sló á hann. Halinn á henni líktist kýrhala, en var tiltölulega lengri, því hann náði alveg til jarðar, og dróst næstum því með henni. Anika tók eftir því að malirnar voru breiðar, og skaut út stórum kúlum til beggja hliða“. Aldrei sá Anika kúna lyfta höfðinu „heldur hafði hún granirnar ávallt niðri við sjóinn“. Þegar Anika hafði horft á þetta um stund, varð hún hrædd og hljóp heim. Er því ekki vitað hvað varð af skepnunni. Athyglisvert er hvað lýsing Aniku minnir mikið á lýsingar þeirra Viðfjarðarsystra á sædýrinu þar, t.d. ber þeim saman um lengd halans. 20) Sœkýnn í Naustvík á Ströndum. Jóhannes Örn Jónsson: Sagnablöð hin nýju. Rvík 1956, bls. 204. Handrit Bjarnveigar A. Björnsdóttur. Bjarnveig hefur það eftir, Guðrúnu Jónsdóttur, er dó 1947 í Naustvík, 91 árs að aldri, að þegar foreldrar hennar bjuggu í Naustvík, var það eitt sinn, er móðir hennar Sigríður, var ein heima með börn sín, að hún sér „að kýr liggur á svonefndum Höfða, sem er fyrir utan túnið. Var þá enn eigi komið hádegi. Lá kýrin þarna lengi dags. En eftir miðaftan hvarf hún og sást ekki framar“. Þegar Jón kom heim og frétti um þetta, gekk hann út á höfðann „en sá engin verksummerki, nema hlössin úr kúnni“. Þau hjón áttu þá enga kú, og töldu að miðað við aðstæður hefði þetta hlotið að vera „huldukýr eða kýr úr sjó“. 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.