Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 35
verði lögð meiri áhersla á gæði heldur en fjölda eða magn. Að
fjölga stöðugt hrossum er að fara úr öskunni í eldinn, að
mínum dómi. Æ fleiri bændur gera sér þetta ljóst, vilja fækka
frekar en fjölga, en það er hægara sagt en gert að minnka
stofninn þegar svo erfitt er að koma afsláttarhrossum í verð
sem raun ber vitni.
Hvert stefnir í mar/caðsmálunum?
En víkjum nánar að sölumálum hrossaframleiðslunnar og
reynum að gera okkur gleggri grein fyrir horfunum.
Á undanförnum áratug hefur útflutningur lífhrossa dregist
saman, var aðeins 180 hross árið 1982. Auknar kröfur eru
gerðar til gæða hrossanna. Helstu skýringar á þessum sam-
drætti eru taldar vera sumarkláði í útfluttu hrossunum,
versnandi efnahagsástand, harðnandi samkeppni við önnur
smáhestakyn í útflutningslöndunum og vaxandi ræktun ís-
lenskra hrossa erlendis. Nú eru talin vera um 40.000 íslensk
hross á erlendri grundu, þar af fjöldi kynbótahrossa.
Hvað innlenda markaðinn varðar örlar á samdrætti í sölu
lífhrossa. Miðlungs og lélegri hross eru verðlítil. Reiðhross eru
í flestum tilvikum lúxusvara og því eðlilegt að versnandi
efnahagur fólks dragi nokkuð úr sölunni. Þess ber og að gæta,
að nú þegar er búið að selja þéttbýlisbúum fjölda hrossa, og í
kaupstöðum og kauptúnum er töluverð stóðeign og hrossa-
uppeldi. Þannig er verulegur hluti reiðhestaframleiðslunnar í
þéttbýlinu sjálfu, þ.e.a.s. hreinn tómstundabúskapur. Fyrir
nokkrum árum var áætlað að á innanlandsmarkaði seldust
um 700 hross á ári (3), en í áliti nefndar sem landbúnaðar-
ráðherra skipaði haustið 1983 er talið, að stóðbændur í sveit-
um landsins hafi nú markað fyrir um 1.100 lífhross á ári
innanlands (4). Sennilega er mjög erfitt að spá hver þróunin
verður á næstu árum. Vissulega er hestamennska holl og góð
tómstundaiðja, sem unga fólkið sækir mikið í. Eg tel þó að
sumir þéttbýlisbúar þurfi að gæta meira hófs í hestaeign sinni
og spilla ekki högum með of miklu beitarálagi. Hentugt
beitiland er víða af skornum skammti við þéttbýlið (5 & 6).
Eftir því sem næst verður komist er framleiðsla hrossakjöts
37