Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 96
15) Sœdýrin í Seyðisfirði. I Þjóðsögum Sigfúsar, 5. bindi (1. útg.)
er greint frá ýmsum dýrasjónum í Seyðisfirði eystra, sem
a.m.k. stundum líktust sækúm eða sænautum. Flestar eru
þessar sagnir frá bænum Firði, er stóð við fjarðarbotninn,
vestan Fjarðarár, upp af svonefndri Fjarðaröldu, við sjóinn,
en á Öldunni reis fyrsta byggðin í Seyðisfjarðarkaupstað, sem
nú hefur innlimað Fjarðarbæinn.
Fyrir og um miðja 19. öld voru aðeins fáeinir kofar á Öld-
unni, og sáust þá nokkrum sinnum einkennileg dýr koma þar
upp úr sjónum að menn héldu, og hverfa aftur í hann.
Sigfús hefur m.a. eftir Sigurði Jónssyni (1824-1902), er lengi var hrepp-
stjóri í Firði, að þegar hann var á barnsaldri „bar svo við, einn kyrran og
bjartan vetrardag, er margt fólk var úti statt, að menn sáu ganga upp frá
sjónum, norðanvert við það sem nú (um 1900) er kölluð Neðribúð, dýr
nokkurt, er var alveg eins í hátt og rauðskjöldótt kýr.“ „Kýr þessi rann þvert
fram yfir Ölduna og hvarf vestur að Skaganum. Var stundarkorn brott, en
rann svo sömu leið aftur, og hvarf þar í sjóinn, er hún kom úr honum.“
Töldu þeir sem á þetta horfðu líklegast að þetta hefði verið sækýr en aðrir
„héldu því fram, að þar hefði nykur brugðið sér í falska mynd.“ (V. bindi
bls. 75-76).
Eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Sörlastöðum (síðar á
Breiðavaði), hefur Sigfús ritað eftirfarandi sögur um 1905. (V.
bindi, bls. 106-07).
Þegar Guðbjörg var unglingur í Firði, „sást haust eitt og framan af vetri,
óþekkt skepna liggja uppi út undan Búðareyri. Hún hvarf af og til, hún var
afarstór.“ Var börnum bannað að leika sér þar nærri. Friðbjöm, bróðir
Guðbjargar, var einnig í Firði. Eitt sinn snemma vetrar gekk hann út á
Ströndina (Fjarðarströnd). „Er hann kom út að Grenitanga, varð fyrir
honum ferfætt dýr, á stærð við vetrungs-naut. Friðbjörn sá þegar, að það
var úr sjó. Réði það þegar að honum,“ en hann sneri undan heim í Fjörð, og
elti dýrið hann lengi.
Þegar Sveinn Jónsson skáld (1816-1866) átti heima í Firði, bar það til
„eitt sinn síðla um kvöld, í björtu veðri og tunglsljósi, snemma vetrar, að
Guðlaug (kona hans) sótti vatn í lind, suður frá bænum. Þegar hún snýr
heim með föturnar, sér hún óþekkt dýr koma vestur yfir Ölduna frá sjónum
og stefna á sig og bæinn, og nálgast furðu fljótt. Hún sér að það er nokkuð
langt, en lágvaxið, með mikinn hala og klepp á enda. Hún verður hrædd,
lætur eftir föturnar, hleypur inn og lokar. Var dýrið þá í hlaðrústinni. Og
98