Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 55
E. Sigurðsson, neind heima í héraði, sem átti meðal annars að
kanna áhuga heimaaðila á að gerast þátttakendur í upp-
byggingu og rekstri væntanlegrar graskögglaverksmiðju.
Niðurstaða af starfi nefndarinnar varð sú, að meðan ríkið
stæði alfarið að þessum rekstri annarsstaðar í landinu, væri
ekki rétt að standa að þessu á annan veg í Saltvík. Við þessi
málalok stöðvast málið að mestu, en Alþingi veitti þó litlar
fjárveitingar til framkvæmda næstu árin, sem að mestu var
varið til jarðvinnsluframkvæmda. Það er svo 2. apríl 1980
sem Pálmi Jónsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skipar
undirbúnings- og byggingarnefnd fyrir verksmiðjuna. I
nefndinni voru Stefán Skaftason, Straumnesi, formaður, Sig-
urður Kr. Sigurðsson, Húsavík, Vigfús B. Jónsson, Laxamýri
og Árni Jónsson, landnámsstjóri, Reykjavík. Þessi nefnd
starfaði til 23. nóv. 1981, að stofnað var undirbúningsfélag
með þeim einstaklingum og félagasamtökum í Þingeyjarsýsl-
um og Eyjafirði, sem vildu gerast eignaraðilar ásamt Ríkis-
sjóði að væntanlegri verksmiðju. Undirbúningsfélagið kaus
sér fimm manna stjórn. Voru tveir fulltrúar heimamanna,
þeir Vigfús B. Jónsson, Laxamýri og Stefán Skaftason,
Straumnesi, en þrír fulltrúar Ríkisins, þeir Baldvin Baldurs-
son, Rangá, Jóhannes Sigvaldason, Akureyri og Árni Jónsson,
Reykjavík. Þessi stjórn starfaði fram að stofnfundi hluta-
félagsins, sem haldinn var í Heiðarbæ í Reykjahreppi þ. 7. júlí
1983.
Á stofnfundi undirbúningsfélagsins var ákveðið að vænt-
anlegt hlutafé verksmiðjunnar yrði 16 milljónir króna, þar af
er Ríkissjóður með 75% eða 12 milljónir króna og heimaaðilar
með 25% eða 4 milljónir króna. Þessi ákvörðun var síðan
staðfest á stofnfundi hlutafélagsins, en þá var lokið við að
safna hlutafjárloforðum. Hluthafar eru orðnir 170 talsins.
Stærstu hluthafarnir, fyrir utan Ríkissjóð, eru: Reykjahrepp-
ur, Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, Kaupfélag Þingeyinga,
Húsavík, Garðræktarfélags Reykhverfinga og Stefán Óskars-
son, Rein í Reykjahreppi. Hluthafar eru flestir úr Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum.
Jarðhitinn á Hveravöllum hefur frá því fyrst var farið að
57