Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 120
STARFSSKÝRSLUR 1982-1983
til aðalfundar Rœktunarfélags Norðurlands að Húnavöllum,
5. september 1983.
I. SKÝRSLA ÞÓRARINS LARUSSONAR
Heyefnagreiningar.
Að venju fylgja hér niðurstöður þjónustuheyefnagreininga sl.
árs eftir búnaðarsambandssvæðum. Fjöldi sýna er svipaður og
árið á undan. Heygæði batna nokkuð í öllum sýslum, aðeins
mismikið, en þau voru að meðaltali 2,06 kg/FE 1981 á móti
1,94 nú og vill svo til að síðarnefnda talan er jöfn meðalhey-
gæðum síðastliðinna 10 ára á svæðinu.
Um 8,2% sýna sem bárust eru úr votheyi, og er það svipað
hlutfall og 1981 (8,4% þá) og reynist það yfirleitt heldur betra
en þurrheyið, er sá munur um 5-6% að meðaltali. Þar eð
verulegur hluti votheyssýna eru úr grænfóðri komin, er hæpið
að draga miklar ályktanir um verkunina sem slíka, saman-
borið við þurrheysverkun. Þó virðist vart fara milli mála að
mismunur á þessum tveim verkunaraðferðum vestan Öxna-
dalsheiðar, þar sem þurrheyið er alla jafna í lakara lagi, er
votheysverkun í hag, en þar var hluti votheyssýna 15,1% og
fóðurgildi þeirra 13,9% betra en þurrheysins á því svæði.
Efnagreiningar á loðdýrafóðri o.fl.
í framhaldi af bréfi frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda
sem nefnt var í starfsskýrslu fyrra árs er hafin efnagreining á
fóðri handa loðdýrum frá fóðurstöðvum, sem þess hafa óskað.
122