Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 18
» sé að vanda meðferð á ull af því fé, sem bændur treysta sér til að eiga á næstu árum. Ekki er bjartara yfir dilkakjötsframleiðslunni til útflutnings en ullinni, þótt kjötið haldi vinsældum og seljist eins vel innanlands og hægt er að búast við. Nú er svo komið að niðurlagsverð dilka nægir ekki fyrir sláturkostnaði ef selja þarf kjötið erlendis. Hefur í því efni syrt mjög í álinn síðustu árin. Þegar bændur fengu fyrst ákvæði í Framleiðsluráðslögin árið 1979, sem áttu að gera þeim kleift að stjórna verulega fram- leiðslumagni, var fyrst og fremst gert ráð fyrir að takmarka mjólkurframleiðslu við innanlandsþarfir. Fyrir dilkakjötið fengist svo mikið verð, að vart þyrfti að draga úr framleiðslu þess ef lögákveðnar útflutningsbætur héldust, enda væri nauðsyn að halda gæruframleiðslu óskertri af því þær væru nauðsynleg og verðmæt vara fyrir íslenskan iðnað. Kvótinn, kjarnfóðurgjaldið, árferði og heilbrigð skynsemi fékk því til leiðar komið, að mjólkurframleiðslan minnkaði niður í hæfilegt magn á einu ári. En brostnar eru forsendur fyrir dilkakjötsframleiðslu fram yfir það magn sem innan- landsmarkaður og lögákveðnar útflutningsbætur nægja til að unnt sé að greiða fullu verði eða því sem næst. Sumir kenna hruni norska markaðarins fyrst og fremst um þetta, en það er að mestu blekking. Verðbólgan á mestan þátt í því að slátur-, geymslu- og flutningskostnaður gerir meira en éta upp sölu- verð kjötsins á norskum markaði. Sé horfst í augu við stað- reyndir þarf ávísun frá framleiðanda að fylgja hverju lambi, ef flytja á skrokkinn út án útflutningsbóta, til þess að hægt sé að slátra lambinu og koma því á markað — gæran og slátrið nægir vart sem uppbót á kjötið. Þetta er það svartasta ský sem skyggt hefur á íslenskan landbúnað síðan ég man eftir mér og þótt horft sé miklu lengra aftur. Hvernig getur þetta skeð! Verðbólgan innanlands er versti þrándurinn í götu, en hún kemur líka illa við aðra útflutningsatvinnuvegi, meðal annars iðnaðinn, sem notar gærur og ull sem hráefni. Sjávarútveg- urinn virðist líka eiga erfitt. 20 >
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.