Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 125
fengist frá KEA og KSÞ. Gestir töldust alls um 450 fyrir utan
nokkra, sem sóttu opinn dag á Akureyri helgina á eftir.
Verður þetta látið nægja um afmælið hér, enda gerð betri skil
annars staðar í Ársritinu. Þó get ég ekki látið hjá líða að
minnast þess hve miður þótti að N-Þingeyingar skildu ekki fá
frið hjá veðurguðum til að mæta að þessu sinni.
Bókasafn.
Nokkurt átak var gert til að bæta aðstöðu á Búnaðarbóka-
safninu á Akureyri, en Ræktunarfélagið rekur það ásamt
Tilraunastöðinni á Möðruvöllum og BSE. Ráðist var í að
kaupa bókaskápa á brautum frá Ofnasmiðjunni, en BÍ styrkti
það með kr. 10.000.
Bókasafnsfræðingur RALA og BÍ, Óskar Guðjónsson,
dvaldi hér í vikutíma við skráningu tímarita ásamt nemanda
sínum í þeim fræðum, Ernu Árnadóttur. Hún vann við þetta
verkefni í nokkurn tíma fyrir afmælishátíð RN í vor. í ráði var
að Erna ynni áfram við safnið í sumar, en minna hefur orðið
úr því, einkum vegna fjárskorts.
Fundir, ferðalög o.fl.
Samkvæmt venju hafa ráðunautar Ræktunarfélagsins, annar
eða báðir nú sem fyrr, setið aðalfundi búnaðarsambandanna
á félagssvæðinu. Sl. vetur sat ég eftirtalda þrjá fundi suður í
Reykjavík: Fund um jöfnun mjólkurframleiðslunnar, fund
varðandi fyrirhugaðar rannsóknir á frjósemi mjólkurkúa og
fund um kjarnfóðurverslun og innlenda fóðurframleiðslu.
Átti þátt í erindi á þeim síðastnefnda, ásamt Jóni Árnasyni og
Erlendi Jóhannssyni um fóður mjólkurkúa.
Sat og flutti erindi um landnýtingu og heimaöflun á ráð-
stefnu Alþýðubandalagsins sl. vor um landbúnaðarmál.
Sat og flutti erindi um könnun á virkni súgþurrkunar á
Norðurlandi á ráðunautafundi RALA og Bí í febrúar 1983.
Meðhöfundar voru þeir Guðmundur Helgi Gunnarsson og
Ari Teitsson. Þá mættum við Bjarni Guðleifsson á búnaðar-
félagsfundum í Fljótum, Lýtingsstaðahreppi og Rípurhreppi
í Skagafirði í mars og ræddum um fóðrun o.fl.
127