Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Qupperneq 26
slóðirnar séu orðnar þurrar á vorin, því hagi er kominn á
heiðinni, en á sama tíma eru ýmsar almennar ferðamanna-
slóðir auglýstar lokaðar. Krefst búskapur í dag þess e.t.v. að
hægt sé að aka fé á fjall og smala á bíl? Margar umræddra
slóða eru lagðar undirbúningslítið, ýtan látin sneiða fjallið svo
bratt sem auðið er og síðan rutt beint af augum inn heiðar. Á
fáum árum verða slíkar slóðir oft ófærar vegna úrrennslis, og
uppblástur kemur oft í kjölfarið.
Síðastliðin tvö ár hef ég verið fulltrúi Náttúruverndarráðs
um mannvirkjagerð á Norðurlandi eystra. Samráð hefur
einkum verið haft við Vegagerð ríkisins, Rafmagnsveitur rík-
isins og Póst og síma. Samstarf við þessa aðila og þá sem eiga
annarra hagsmuna að gæta, þ.e. í flestum tilvikum bændur,
hefur verið með ágætum, þó alltaf sé hægt að gera betur.
„Ekki er ráð nema í tima sé tekið“, það er of seint að hrópa,
„hólinn mátti ekki taka“, þegar búið er að nota hann í veg-
fyllingu. Það er að vísu hægt að búa til eftirlíkingu í lítilli
mynd eins og gert var í einni sveit, en efnið í þeim hól er allt of
laust fyrir og auðtekið, svo nú er hann smám saman að hverfa,
þó ekki í þjóðveginn eins og fyrirmyndin.
Ýmsir vilja líta á þá sem að umhverfisvernd vinna sem
sérstakan „þjóðflokk“ að vísu mjög lítinn, en sérvitran, og tala
um þá sem slíka. Sagt er „þetta gerum við nú fyrir ykkur“ og
jafnvel jaðrar við að sumir telji sig vera að gera eftirlits-
manninum persónulegan greiða, með því að fara að tillög-
um hans. Kannski er svona tekið til orða í gríni, en bygging
mannvirkja sem standa eiga í áratugi er ekkert grín, og
verndun umhverfisins ekki heldur.
Allir þurfa að hafa náttúruvernd og skynsamlega nýtingu
náttúrunnar, að leiðarljósi. Við þurfum ætíð að beita öllum
tiltækum ráðum til þess að kanna hvort við erum að gera rétt,
hvort þörf er fyrir það sem við ætlumst fyrir.
Starfsmenn Náttúruverndarráðs og náttúruverndarnefnda
eiga ætíð að vera reiðubúnir að ræða framkvæmdir sem um-
hverfið varða, við hvern sem er. Vonandi koma sífellt fleiri til
þeirra áður en verk hefjast svo þeim fækki sem koma til þess
að benda á það sem miður hefur verið gert.
28