Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 11
mjólkurmarkaðinum. Þeir sem áttu heima lengra frá gerðu
smjör, og í besta falli osta, úr sinni mjólk.
Samþykkt voru afurðasölulög á Alþingi 1934. í þeirri lög-
gjöf voru ákvæði um verðskráningu kjöts og mjólkurvara á
innlendum markaði og meðal annars heimild til að leggja
verðjöfnunargjald á dilkakjöt innanlands til að bæta upp verð
á útfluttu kjöti, yrði það lægra en innanlandsverð. Þessi lög-
gjöf varð landbúnaðinum í heild hin þarfasta og þar með
sauðfjárbúskapnum. Efnahagur bænda tók að rétta sig af eftir
ágjöf kreppunnar og ýmsar framfarir jukust, einkum jarð-
ræktin. Stofnun Búnaðarbankans með sinn ræktunarsjóð, síð-
an Stofnlánadeild landbúnaðarins, átti drjúgan þátt í fram-
förunum með því að beina fjármagni, þótt i smáum stíl væri,
til framkvæmda í sveitum.
1 kreppunni var reynt að auka fjölbreytni í landbúnaði og
vera ekki eins háður kjötframleiðslunni. Var það gert með því
að flytja inn Karakúlfé frá Þýskalandi, en ári áður var flutt inn
Border Leicesterfé frá Skotlandi til sláturfjárbóta fyrir breska
markaðinn. Ekki hlaust tjón af skoska fénu, eftir því sem
almennt er álitið, en líklegt er að kregða, sem þekkt er í
Þingeyjarsýslu, hafi borist með því, og ef til vill hefur teg-
undum snýkjuorma fjölgað líka. En með Karakúlfénu fluttust
3 eða fleiri fjárpestir, sem reyndust mesta áfall landbúnaðar-
ins á þessari öld. Eftir nokkurra ára baráttu við að stöðva
úrbreiðslu. pesta þessara var tveim þeirra útrýmt með fjár-
skiptum á tímabilinu 1944-1954 og bóluefni tókst að fram-
leiða gegn hinni þriðju.
Heimsstyrjöldin.
Þótt undarlegt megi virðast varð heimsstyrjöldin áfall fyrir
íslenska sauðfjárrækt og landbúnaðinn í heild. 'Bændur, ekki
síst unga fólkið i sveitum, sótti til kaupstaðanna ýmist í vinnu
við sjávarútveginn eða hjá hernum. Ekki var frá miklu að
hverfa, fáu og sjúku fé, og engir möguleikar til að vinna að
umbótum að marki, og það sem verst var, að ekki fékkst
teljandi verðhækkun á útfluttum búvörum, þrátt fyrir hækk-
un launa og almennar verðhækkanir innanlands. Ástæðan til
13