Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 9
var hugsað um holdafar og vaxtarlag fyrr en ráðunautar
Búnaðarfélags Islands með sýningum, fjárskoðun og fundar-
höldum tóku að kenna bændum að velja holdafé. Nefna má
þá Þorbergssyni, Hallgrím og Jón, sem héldu sýningar og
leiðbeindu frá 1906-1919. Þeir höfðu kynnst fjárrækt í Skot-
landi þar sem lögð var áhersla á gott holdafar, en meira lögðu
bændur upp úr þunga og þoli fjárins af því enn þurfti að
fylgja fóðursparnaðarstefnunni, og fáir óskuðu eftir aukinni
frjósemi fjárins. Næsti sauðfjárræktarráðunauturinn var
Theodór Arnbjörnsson, sem lagði mikla áherslu á ræktun
þolins holdafjár. Á eftir honum í 10 ár kom Páll Zophanías-
son, sem lagði höfuðáherzlu á bætta fóðrun fjárins og aukna
frjósemi til þess að auka afurðir sem mest. Samkvæmt niður-
stöðum tilrauna hvatti hann bændur fyrstur ráðunauta til
að nota síldarmjöl með beit eða lélegum heyjum, og lagði
jafnframt áherslu á að bæta vaxtarlag fjárins svo að kjötið
hæfði betur enska markaðnum. Næstur í röð sauðfjárræktar-
ráðunauta var ég, og gegndi ég þvi starfi í 25 ár. Ég hafði lært
landbúnað við Edinborgarháskóla og tekið 2ja ára fram-
haldsnám þar og í Cambridge, þar sem ég vann að sam-
anburði sauðfjárkynja til kjötframleiðslu og sýndi fyrstur
manna fram á, að vöðvasöfnun fjár færi mjög eftir gerð beina
og að framfótleggir kindarinnar væri besti mælikvarði á
kjötsöfnunareðli hennar. Eg reyndi að kenna bændum, bæði
á sýningum og í ræðu og riti, að vanda sig við fjárvalið, bæta
vaxtarlagið, fá féð lágfætt, þykkvaxið og vöðvaþykkt á baki og
lærum með sívalan brjóstkassa og mikla vöðva um bóga og
herðar. Margir bændur tóku mikið tillit til leiðbeininganna
og stórbættu fé sitt, en aðrir lögðu aldrei trúnað á þær, eða
blátt áfram lögðu það ekki á sig að reyna að kynbæta fé sitt.
Fyrstu sex áratugi aldarinnar lögðu sauðfjárræktarráðunaut-
arnir áherslu á að bæta ullina, einkum að auka hana, fá ullina
þelmeiri og lausa við dauðar illhærur og mikla gulku, en töldu
ígult fé á haus og fótum æskilegan litarhátt. Síðustu 20 árin
hafa ráðunautar Búnaðarfélags Islands, Árni G. Pétursson frá
1963-1981 og Sveinn Hallgrímsson síðan 1966, fylgt lítt
breyttri stefnu í sauðfjárræktinni, þótt sá síðarnefndi hafi lagt
11