Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 9
var hugsað um holdafar og vaxtarlag fyrr en ráðunautar Búnaðarfélags Islands með sýningum, fjárskoðun og fundar- höldum tóku að kenna bændum að velja holdafé. Nefna má þá Þorbergssyni, Hallgrím og Jón, sem héldu sýningar og leiðbeindu frá 1906-1919. Þeir höfðu kynnst fjárrækt í Skot- landi þar sem lögð var áhersla á gott holdafar, en meira lögðu bændur upp úr þunga og þoli fjárins af því enn þurfti að fylgja fóðursparnaðarstefnunni, og fáir óskuðu eftir aukinni frjósemi fjárins. Næsti sauðfjárræktarráðunauturinn var Theodór Arnbjörnsson, sem lagði mikla áherslu á ræktun þolins holdafjár. Á eftir honum í 10 ár kom Páll Zophanías- son, sem lagði höfuðáherzlu á bætta fóðrun fjárins og aukna frjósemi til þess að auka afurðir sem mest. Samkvæmt niður- stöðum tilrauna hvatti hann bændur fyrstur ráðunauta til að nota síldarmjöl með beit eða lélegum heyjum, og lagði jafnframt áherslu á að bæta vaxtarlag fjárins svo að kjötið hæfði betur enska markaðnum. Næstur í röð sauðfjárræktar- ráðunauta var ég, og gegndi ég þvi starfi í 25 ár. Ég hafði lært landbúnað við Edinborgarháskóla og tekið 2ja ára fram- haldsnám þar og í Cambridge, þar sem ég vann að sam- anburði sauðfjárkynja til kjötframleiðslu og sýndi fyrstur manna fram á, að vöðvasöfnun fjár færi mjög eftir gerð beina og að framfótleggir kindarinnar væri besti mælikvarði á kjötsöfnunareðli hennar. Eg reyndi að kenna bændum, bæði á sýningum og í ræðu og riti, að vanda sig við fjárvalið, bæta vaxtarlagið, fá féð lágfætt, þykkvaxið og vöðvaþykkt á baki og lærum með sívalan brjóstkassa og mikla vöðva um bóga og herðar. Margir bændur tóku mikið tillit til leiðbeininganna og stórbættu fé sitt, en aðrir lögðu aldrei trúnað á þær, eða blátt áfram lögðu það ekki á sig að reyna að kynbæta fé sitt. Fyrstu sex áratugi aldarinnar lögðu sauðfjárræktarráðunaut- arnir áherslu á að bæta ullina, einkum að auka hana, fá ullina þelmeiri og lausa við dauðar illhærur og mikla gulku, en töldu ígult fé á haus og fótum æskilegan litarhátt. Síðustu 20 árin hafa ráðunautar Búnaðarfélags Islands, Árni G. Pétursson frá 1963-1981 og Sveinn Hallgrímsson síðan 1966, fylgt lítt breyttri stefnu í sauðfjárræktinni, þótt sá síðarnefndi hafi lagt 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.