Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 88
7) Sækýr úr Lagarfljóti“. Þjóðsögur Jóns Árnasonar III. bindi
(3. útg.), bls. 206. Handrit Sigfúsar á Skjögrastöðum, Skóg-
um.
„Tangi einn gengur út í Lagarfljótið að vestanverðu, skammt fyrir utan
bæinn Brekkugerði. Þar gengu í fyrndinni fimm kýr á land, allar dökkgráar
að lit. Brekkugerðisbóndinn var þar nærstaddur, hljóp til og gat sprengt
blöðruna milli nasanna á stærstu kúnni. Missti þá kýrin náttúru sína með
að fara aftur í fljótið, eins og aðrar sækýr. Siðan leddi hann kúna heim og
átti hana í margt ár, ól sveitungum sínum marga kú undan henni, og hélzt
það kúakyn við í Fljótsdal fram eftir öllum öldum og var kallað Dumbukyn,
því sækýrin hét Dumba. Og enn í dag er tanginn nefndur Baulutangi.“
(Þótt ég sé upp alinn í Fljótsdal minnist ég ekki að hafa
heyrt þessa sögu sagða, eða talað um þetta kúakyn þar í
dalnum).
Víkur þá sögunni vestur í Dalasýslu, en þaðan er einnig
hermt að sækýr hafi komið úr stöðuvatni.
8) ,,Sœkýr í Haukadalsvatni". Þjóðsögur Jóns Árnasonar, I.
bindi (3. útg.) bls. 129. Handrit Skúla Gíslasonar, eftir Páli
Ólafssyni, Brúsastöðum (1. mynd).
„Vatn það sem er í Haukadal vestra er djúpt mjög, og ætla menn það hafi
undirgöng við sjóinn. Þykjast menn oft heyra dunur i vatninu og oft brýtur
ís af því í frosti.
Einu sinni í fyrndinni er mælt, að bóndinn á Vatnshorm hafi fynr dag, á
útliðandi sumri, komið i fjós sitt. Lét hann það standa opið, ef kýr kyrtnu að
koma heim. En er hann kom í fjósið var það fullt af átján kúm, sægrám
Voru þær alveg eins og aðrar kýr, nema hvað blaðra var á nösum þeirra.
Kýrnar ruddust út, en bóndi greip barefli, og tókst honum að sprengja
blöðruna á niu kúm. Sluppu hinar í vatnið, c.ri þær sem blaðran var sprengd
á urðu eftir, þvi þær voru í eðh sínu orðnar að landkúm. Þær voru allar
beztu kýr, og eru enn margar kýr af kyni þeirra um Dali.“
Ekki hef ég rekist á flein sögur um „sækýr“ sem ganga úr
vötnum hér á landi (sjá þó nr. 17), og er raunar merkilegt
hvað lítið er af þeim, miðað við t.d. sögur af nykrum (vatna-
hestum) í vötnum, sem skipta mörgum tugum. Þannig virðast
þessar kynjaskepnur hafa skipt með sér sjórrum og ferskvatn-
inu.
90