Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 58
blöndunarstöð, sem ætlað var að tengja graskögglaverk-
smiðjunni. Hugmyndin er sú að flytja inn ómalaðan maís til
mölunar og blöndunar í fóðurblöndur með grasmjöli, fiski-
mjöli, steinefnum og bætiefnum. Aætlunin var byggð á
raunhæfum tilboðum í vélbúnað verksmiðjunnar og á tilboði
seljanda á maís. Blöndunarstöðin var áætluð að kosta 37
millj. kr. ± 3 millj. kr. Við samtenginguna myndi aftur spar-
ast 10 millj. kr. og til viðbótar spöruðust 15 millj. kr. við
niðurfellingu aðflutningsgjalda af vélbúnaði í alla verksmiðj-
una. Heimild til niðurfellingar er nú í fjárlögum, en var ekki
þegar útreikningarnir voru gerðir. Þetta þýðir það í raun, að
slík fóðurblöndun yrði mjög hagkvæm, miðað við að fóður-
bætisskatturinn yrði ekki afnuminn.
Könnun var gerð á framleiðslu fiskfóðurs, loðdýrafóðurs og
gæludýrafóðurs í graskögglaverksmiðju. Skýrsla nefndar, sem
vann að þessari könnun var mjög neikvæð um hagkvæmni
slíkrar framleiðslu hér á landi og ennfremur var lagst gegn því
í nefndarálitinu að tengja slíka framleiðslu graskögglaverk-
smiðju.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, hefur unnið fyrir Salt-
víkurverksmiðjuna að hagkvæmnisathugun á tengslum
meltuvinnslu við graskögglaverksmiðju að Hveravöllum.
Hugmyndin er sú að kaupa meltu af skuttogurum og vinna úr
henni meltuþykkni (55% þurrefni) og lýsi. Meltuþykkninu er
síðan blandað í grasmjölið eða í fóðurblöndur með grasmjöl-
inu. Umfangsmiklar fóðrunartilraunir hafa verið í gangi á
síðustu árum með meltu og fóðurblöndur úr grasmjöli, melt-
um og mysuþykkni. Niðurstöður úr þessum tilraunum liggja
ekki fyrir í endanlegu formi, en þær lofa góðu um gæði þessa
fóðurs. Helstu niðurstöður úr skýrslu Rannsóknastofnunar-
innar eru þær að fjárfestingarkostnaður er um 9 millj. kr. og
framlegð á bilinu 25-40%, sem er mjög góð útkoma, og er
sýnilegt að samtenging meltuvinnslunnar við grasköggla-
verksmiðjuna verður til að styrkja reksturinn mjög verulega.
Þá er Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins enn að vinna að at-
hugun á hagkvæmni þess að nýta mysuþykkni til fóðurgerðar,
en niðurstaða liggur ekki fyrir ennþá.
60