Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 110

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 110
fax, en oftast löng hár neðaná hálsi, og stuttan dindii i hala stað. Þau hlaupa léttilega og virðast næstum líða yfir landið. Þau eru oftast saman í hópum og fælast menn. (5. mynd). Ljóst er að þessi einkenni stemma yfirleitt illa við lýsingar á sædýrunum hér að framan, auk þess sem telja má ólíklegt að hreindýr komi af sjó eða úr vötnum og hverfi þangað aftur, þótt þau séu reyndar góð og þolin sunddýr, og dæmi um að þau hafi synt yfir firði, t.d. innanverðan Reyðarfjörð. (Sbr. Týli 12. nóv. 1982). Þó er ekki fyrir það að synja, að eitthvað af fyrrnefndum dýrum gæti hafa verið hreindýr, t.d. Hólmlátursdýrið, enda voru hreindýr óþekkt þar fyrir vestan, og á Austfirði komu þau lítið fyrr en á síðustu áratugum. Er þá næst að huga að eiginlegum sœdýrum, sem hugsanlega gætu gefið tilefni til umræddra sagna. Þar er vissulega ekki margt sem kemur til álita. Það sem náttúrufræðingar kalla nú sœkýr (Sirenia) eru sjávarspendýr sem mest líkjast hvölum, fótalaus, með bægsli að framan, en höfuðlagið ekki ósvipað nautum. Þau lifa nú eingöngu í Suðurhöfum, en allt fram á 18. öld var til stórt dýr af þessu tagi við Kyrrahafsströnd Síberíu (Stellars-sækýr eða Barkdýr), sem útrýmt var með miklum veiðum. Virðist það dýr einnig hafa líkst hvölum. (Jochum Eggertsson hefur það úr fornum heimildum að dýr þessi hafi einnig verið hér við land. Hafi menn kallað það þangkú og notað húð þeirra til húðskipsgerðar, Skammir bls. 183). Þessar sækýr ganga að sjálfsögðu aldrei á land, og koma því ekki til greina í þessu efni. Ekki eru nú þekkt nein sædýr í Norðurhöfum sem land- göngu stunda nema selir og rostungar, og dettur víst fáum í hug, að þeir hafi gefið tilefni til sækúasagna (sbr. þó Heiðarhafn- ardýrið). í Suðurhöfum eru auk selanna, skjaldbökur og ýmsar eðlur, og slæðast þær fyrrnefndu stundum hingað til lands, og hafa myndast af þeim skrímslasagnir. Hugsanlegt er að stórar eðlur hafi einnig borist hingað fyrrum frá Suður-Ameríku, en naumast gætu myndast af þeim sækúasögur, því ekkert líkjast þær nautgripum. 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.