Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 116
ÞÓRARINN LÁRUSSON:
ÁSKORUN TIL BÆNDA
um að sýna nýtt lífsmark í málefnum
leiðbeiningaþjónustunnar
Þar eða Ársritið mun nú berast inn á heimili hvers einasta
félagsmanns á svæði Ræktunarfélagsins, þykir sjálfsagt að
kanna áhuga manna á efldri leiðbeiningaþjónustu með ein-
hverjum hætti heima í héraði. Er þetta mjög til samræmis við
þá stefnu í félaginu að efla, með einum eða öðrum hætti,
leiðbeiningar meðal bænda á svæðinu.
Þar sem svæði félagsins er stórt, er ætíð nokkrum vand-
kvæðum bundið, bæði vegna tíma og kostnaðar, að fara út á
þessa braut, án þess að fá vitneskju um hug bænda í þessu
efni, svo að hægt sé bæði að gera sér grein fyrir umfangi
starfsins og skipuleggja það eins vel og unnt er.
Þarna getur fjölmargt komið til greina, allt frá tiltölulega
einföldum þáttum upp í stærri áætlanir og hugsanlega
námskeiðshald í þeim greinum, sem fært þykir. í öllum til-
fellum yrði haft samráð og samvinna við heimaráðunauta og
hugsanlega utanaðkomandi aðila á sérsviðum, þannig að
upplýsingar geti orðið sem staðbestar og skipulag eins gott og
unnt er.
Þótt höfuðsvið okkar Bjarna séu í fóðrun og jarðrækt, sakar
ekki að leggja hvaðeina, sem búskap tengist fyrir okkur, þar eð
við höfum ekki hugsað okkur að leysa þetta hjálparlaust.
Eru bændur eindregið hvattir til þess að skoða hug sinn í
þessu máli og láta okkur vita sem fyrst, helst skriflega, en
einnig má nota síma.
118