Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 60
SIGURÐUR SIGURÐSSON:
GRASKÖGGLAVERKSMIÐJA
VALLHÓLMS HF.
I SKAGAFIRÐI
Upp úr miðjum sjöunda áratugnum fór að vakna allmikill
áhugi hér í Skagafirði fyrir að koma upp graskögglaverk-
smiðju í héraðinu, eftir að nokkur reynsla hafði fengist af
rekstri þeirra sunnanlands, en þær tóku til starfa árið 1961 á
Stórólfsvöllum og 1964 í Gunnarsholti.
Að undangengnum umræðum og athugunum, eins og
gengur og gerist, en orð eru til alls fyrst, var hafist handa og
fest kaup á landi fyrir væntanlega verksmiðju. Gerðist það á
árunum 1969-1971 að keyptarvoru þrjár samliggjandi jarðir í
Hólminum, skammt austan við Varmahlíð, þ.e. Krossanes,
Langamýri og Lauftún. Þessar jarðir voru að fornu mati 60
hundruð að dýrleika, þær voru eign Hólastóls til 1802 en þá
seldar Sigurði Jónssyni hreppstjóra í Krossanesi. Lauftún er
nýbýli er var reist 1951 og þá skipt úr landi Löngumýrar og
Krossaness.
Stærð þess lands, sem þarna var keypt er um 600 ha. Það er
allt graslendi, ýmist bakkaland eða mýrlendi, moldarjarð-
vegur er frá 20-100 cm á þykkt, undir er sandur. Hólmurinn er
allur gamall sjávarbotn. Á síðjökultíma fyrir 12-15000 árum
náði sjór allt að Vindheimabrekkum og hefur verksmiðju-
landið verið nokkra metra undir sjávarmáli þá, en er nú í 6-9
metra hæð yfir sjó. Fljótlega eftir að Landnám ríkisins hafði
fest kaup á landinu hófust nokkrar framkvæmdir við skurð-
62