Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 20
Þá er mér engin launung á því, að mér finnst slælega hafa
verið unnið að markaðsleit fyrir kjötið allt frá viðskipta- og
landbúnaðarráðuneyti, til Markaðsnefndar landbúnaðarins,
síðan íslendingar stigu það ógæfuspor að ganga í EFTA, þótt
við fengjum þá vilyrði fyrir hagstæðari lambakjötsmarkað á
Norðurlöndum en við áttum þá völ á. Mig grunaði að slík
vildarkjör yrðu endaslepp, enda hefur sú orðið raunin. Mér
finnst að í viðskiptasamningum síðasta aldarfjórðung hafi
landbúnaðarvörur að jafnaði gleymst, líklega taldar of lítil-
vægar til þess að eyða um þær orði. Við værum betur settir ef
tekist hefði að ná tollfríðindum fyrir kjöt hjá Efnahags-
bandalaginu eins og fékkst fyrir fiskafurðir, en við höfðum
lengi notið þeirra kjara að flytja tollfrjálst kjöt og innmat til
Bretlands.
Þá hafa íslendingar látið hinn mikla kindakjötsmarkað,
sem opnaðist í Austurlöndum nær á síðasta aldarfjórðungi
fram hjá sér fara, að mestu án athugunar, hvað þá aðgerða, en
þessi markaður hefur bjargað fjárbændum Ástralíu og
Nýja-Sjálands. En af hverju þá ekki okkur?
En það er komið sem komið er og bændur verða að bjarga
sér sjálfir með réttmætri fyrirgreiðslu samfélagsins. Því miður
er hætt við, að sumir bændur snúi baki við búskap og flytji í
þá dýrð sem marga hefur dreymt um — iðnaðinn — stóriðju
eða léttan iðnað —eftir atvikum. Vonandi verða þar arðbær
störf fyrir þá, sem þess óska, en engin vissa er fyrir því eins og
nú horfir. Erfitt er að hugsa til hins dulda atvinnuleysis, sem
hlýtur að skapast a.m.k. í svipinn við samdrátt í hefðbundn-
um búgreinum.
Fyrsta ráðið fyrir alla þá, sem geta komið því við vegna
búsetu sinnar, er að komast á launaskrá við einhvers konar
störf sem til falla svo nærri að bóndi og fjölskylda hans geti
haldið áfram að búa í íbúðarhúsi jarðar og eiga þar heima
þótt búskapur dragist saman. Nokkrir geta drýgt tekjur með
því að selja hey og/eða fóðra hross og hafa í hagagöngu fyrir
þéttbýlisbúa.
Nýjar búgreinar koma vonandi fleirum og fleirum að not-
um — þar er loðdýraræktin álitlegust þótt ótrygg sé. Það