Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 20
Þá er mér engin launung á því, að mér finnst slælega hafa verið unnið að markaðsleit fyrir kjötið allt frá viðskipta- og landbúnaðarráðuneyti, til Markaðsnefndar landbúnaðarins, síðan íslendingar stigu það ógæfuspor að ganga í EFTA, þótt við fengjum þá vilyrði fyrir hagstæðari lambakjötsmarkað á Norðurlöndum en við áttum þá völ á. Mig grunaði að slík vildarkjör yrðu endaslepp, enda hefur sú orðið raunin. Mér finnst að í viðskiptasamningum síðasta aldarfjórðung hafi landbúnaðarvörur að jafnaði gleymst, líklega taldar of lítil- vægar til þess að eyða um þær orði. Við værum betur settir ef tekist hefði að ná tollfríðindum fyrir kjöt hjá Efnahags- bandalaginu eins og fékkst fyrir fiskafurðir, en við höfðum lengi notið þeirra kjara að flytja tollfrjálst kjöt og innmat til Bretlands. Þá hafa íslendingar látið hinn mikla kindakjötsmarkað, sem opnaðist í Austurlöndum nær á síðasta aldarfjórðungi fram hjá sér fara, að mestu án athugunar, hvað þá aðgerða, en þessi markaður hefur bjargað fjárbændum Ástralíu og Nýja-Sjálands. En af hverju þá ekki okkur? En það er komið sem komið er og bændur verða að bjarga sér sjálfir með réttmætri fyrirgreiðslu samfélagsins. Því miður er hætt við, að sumir bændur snúi baki við búskap og flytji í þá dýrð sem marga hefur dreymt um — iðnaðinn — stóriðju eða léttan iðnað —eftir atvikum. Vonandi verða þar arðbær störf fyrir þá, sem þess óska, en engin vissa er fyrir því eins og nú horfir. Erfitt er að hugsa til hins dulda atvinnuleysis, sem hlýtur að skapast a.m.k. í svipinn við samdrátt í hefðbundn- um búgreinum. Fyrsta ráðið fyrir alla þá, sem geta komið því við vegna búsetu sinnar, er að komast á launaskrá við einhvers konar störf sem til falla svo nærri að bóndi og fjölskylda hans geti haldið áfram að búa í íbúðarhúsi jarðar og eiga þar heima þótt búskapur dragist saman. Nokkrir geta drýgt tekjur með því að selja hey og/eða fóðra hross og hafa í hagagöngu fyrir þéttbýlisbúa. Nýjar búgreinar koma vonandi fleirum og fleirum að not- um — þar er loðdýraræktin álitlegust þótt ótrygg sé. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.