Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 113
ýtarlega gert grein fyrir í bók sinni um Viðfjarðarundrin, og
má þá líta á sædýrin er þar sáust sem eitt birtingarform þess
furðulega krafts sem þar var að verki á fyrstu áratugum ald-
arinnar, enda má skilja að það sé skoðun Þórbergs. (Sbr.
einnig Haukadalsvatn vestra og Lagarfljót).
1 bókinni „Indriði miðill“ segir Þórbergur frá enn skýrara
dæmi um þetta, þ.e. kvikindi sem „sýndist helzt vera ein-
hverskonar vanskapningur úr tryppi og kálfi“ og nokkrum
sinnum sást ganga um götur Reykjavíkur, og jafnvel inni í
húsum þar sem Indriði dvaldi. (Frásagnir, e. Þórberg Þórð-
arson, Rvík. 1983, bls. 191).
Þegar hér er komið sögu, fer að verða mjótt á mununum
milli sæneytanna og draug-fyrirbæra eins og Þorgeirsbola, og
skilst þá kannski betur hvers vegna allflestar sækúasagnir
norðanlands eru eignaðar honum, og eitthvað svipað má
reyndar segja um huldukýrnar.
Sumum finnst þetta sjálfsagt engin skýring, heldur hrein og
bein fjarstæða og hugarórar. Er þetta þó í sjálfu sér ekkert
ótrúlegra en mörg þau fyrirbæri sem eðlisfræðingar hafa af-
hjúpað og skýrt á mælikvarða viðurkenndra náttúrulögmála.
Ef ekki væru þekktir radíógeislar og möguleikar þeirra til
að berast um geiminn, væri t.d. útvarp og sjónvarp álíka
dularfullt eins og þessi fyrirbæri.
Það sem oss munar í að vita er semsé hver sé sendirinn og
hvaða miðil eða aðferð hann noti til að koma þeim á staðina
þar sem sýnirnar birtast. Að vísu verðum við að gera ráð fyrir,
að hér sé ekki aðeins um myndir að ræða, eins og í sjónvarp-
inu, heldur eftirlíkingar í þrívídd, sem að líkindum.eru jafn
efniskenndar og hvert annað venjulegt dýr, og jafnvel svip-
aðar að byggingu. Verður því í fljótu bragði ekki greint milli
þeirra og venjulegra dýra.
Hvernig slík samsöfnun eða framköllun efnis, af flóknustu
gerð, getur átt sér stað, höfum við enn enga minnstu hug-
mynd um. Er hér raunar komið að þeirri spurningu, sem
fremstu vísindamenn allra alda hafa velt fyrir sér, spurning-
unni um tilurð lífs á jörðinni. Þeirri spurningu hefur enn ekki
verið svarað, svo ótvírætt sé, og sýnir það best hve vor vís-
115