Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 108

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 108
sameiginlegu sagnminni, sem eflaust á sér ævafornar rætur og má að likindum rekja til goðsagna er gengið hafa með þjóðum Evrópu og Asíu, sbr. goðsöguna um Auðhumlu í Snorra-Eddu o.fl. Það sem líklega er þó sérstaklega íslenzkt við þessar sögur, er nasablaðran margumrædda, sem ekki er kunnugt að menn hafi gætt sækýr með í grannlöndum. Má ætla að hún sé til komin með hliðsjón af blöðruselnum, sem hefur svipaða blöðru, þótt ekki noti hann hana til öndunar, heldur að lík- indum til að hræða með óvini sína og keppinauta, enda aðeins brimlarnir sem hafa þetta skraut. (B. Sæm.). Sögurnar í þessum hópi eru yfirleitt ekki tímasettar og sjaldan tengdar nafngreindum mönnum, þótt það komi fyrir (t.d. í Kálfatjarnarsögunni og Breiðavíkursögunni), og megi þá tímasetja þær út frá því. Hins vegar hafa þær það fram yfir ævintýrin, að vera jafnan tengdar ákveðnum stöðum, en til þess er rík tilhneiging hér á landi að tengja jafnvel augljósar ævintýrasögur við staði. Eins og gefur að skilja er sögulegt heimildagildi þessara sagna ekki mikið, og þó er ekki þar með sagt að þær séu uppspuni einn, eða spegli aðeins sálarlega eða bókmenntalega reynslu, eins og sumir vilja halda um þjóðsögur yfirleitt. Er athyglisvert að þær eru yfirleitt af sömu svæðum og nýlegu sagnirnar (sbr. kortið, mynd 1), sem bendir til að í þeim felist sannsögulegur kjarni. Hins vegar eru svo allflestar sögurnar í síðara flokki þessara sagna, sem að því er virðist lýsa raunverulegum atburðum, þ.e. dýrum sem sést hafa ganga úr sjó og hverfa í hann aftur, dýrum sem líkjast nautgripum a.m.k. tilsýndar, og virðast stundum hafa tilhneygingu til að koma saman við kýr. Þessar sögur eru yfirleitt tengdar nafngreindu fólki sem sá atburðinn og því allvel tímasettar, og staðsettar. Einnig er aðstæðum og staðháttum oft lýst, jafnvel veðri, snjóalögum o.s.frv. Oft eru sögurnar hafðar eftir sjónarvottum stundum jafnvel ritaðar beint eftir þeim, enda hafa ýmsar þeirra gerst um eða eftir aldamótin síðustu. Það væri fjarstæða að halda því fram, að hér sé um lygi- 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.