Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 67
erfitt að vita hve langt aftur í tímann á að fara. Af eyðibýlum,
sem farið hafa í auðn á síðustu áratugum má nefna Lækjarkot
í Víðidal í V.-Hún. í 405 m hæð, Kálfárdal í A.-Hún. í 315 m
hæð, Þorljótsstaðir í Vesturdal í Skagafirði í 335 m hæð,
Bakkasel í Öxnadal í Eyjafirði í 365 m hæð, Hörgsdalur í
Mývatnssveit í 340 m og Víðirhóll á Fjöllum í N.-Þing. í 415
m hæð. Mér er ekki fyllilega ljóst hvort til eru eyðibýli sem
standa hærra og hafa farið í auðn eftir t.d. 1930.
í töflunni, sem fylgir hér með, eru teknar saman hæðatölur
þeirra byggðra bóla, sem ég held að standi hæst. Teknir eru 10
bæir í hverri sýslu, en ekki er hér endilega um að ræða 60
hæstu bæi á Norðurlandi, vegna þess t.d. að 11. hæsti bær í
Suður-Þingeyjarsýslu er ofar en hæsti bær í Vestur-Húna-
vatnssýslu. A töflunni eru númeraðir 20 hæstu bæir á Norð-
urlandi, og sést að 10 þeirra eru í Suður-Þingeyjarsýslu, þrír í
Norður-Þingeyjarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu, tveir í
Skagafirði og einn í Eyjafirði en enginn í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Hæsti bær er Nýhóll á Fjöllum, þá Svartárkot í Bárð-
ardal og síðan aðrir bæir á Fjöllum. Það er sérkennilegt við
byggð í Norður-Þingeyjarsýslu að þar er engin byggð á milli
380 metra yfir sjávarmál og niður í 100 metra. A það má
einnig benda að Norður-Þingeyingar eiga líklega ekki ein-
ungis hæsta byggt ból á Norðurlandi, heldur einnig það sem
lægst stendur, en kjallari íbúðarhússins að Skógum í Öxarfirði
stendur líklega undir sjávarmáli eftir að land seig þar í jarð-
hræringunum árið 1978.
Ef hæðatölur hæstu jarða í byggð í hverri sýslu eru bornar
saman við hæðatölur eyðibýlanna, sem voru nefnd hér að
framan, sést að byggð hefur hvergi lækkað verulega á síðustu
áratugum nema í Vestur-Húnavatnssýslu. í sumum hinna
sýslnanna eru hæstu eyðibýli aðeins örfáum metrum hærri en
hæstu byggðu ból í dag (Eyjafjörður, Norður-Þingeyjarsýslu)
en í öðrum (Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði og Suður-
Þingeyjarsýslu) eru hæstu jarðirnar enn í byggð. Þessi sam-
anburður kynni þó að breytast ef tekin væru enn eldri eyðibýli
en hér er gert.
Ekki held ég að byggð í Vestur-Húnavatnssýslu hafi hopað
69