Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 33
Góður árangur í hrossarœkt. Verðlaunahryssan Snælda 4154 á Landsmótinu 1978.
Eigandi og knapi, Magni Kjartansson, Argerði, Saurbæjarhreppi, Eyjajirði. (Ljósm.
G.T.K.).
ustu og markaðsöflunar, og ég tel það óviðunandi, að hrossa-
búskapur skuli hafa þróast að ýmsu leyti á annan hátt en
hinar búgreinarnar, þar sem afurðir eftir ásettan grip fara
vaxandi. í þeim greinum, t.d. í sauðfjárrækt, má þó enn margt
bæta. Er ekki kominn tími til að tala um afurðir eftir ásetta
hryssu, líkt og eftir á og kú?
Sáralítið er tiltækt af hagfræðilegum upplýsingum um
framleiðslu hrossaafurða hjá einstökum bændum, og lítið af
slíku kemur fram í búreikningum. Nákvæmar upplýsingar
um tekjur af hrossum eru torfengnar, og enn erfiðara er að
gera sér grein fyrir raunverulegum tilkostnaði. Kostnaðurinn
er áreiðanlega mjög breytilegur, venjulega sagður lítill, en
sennilega oft vanmetinn. Þótt töluvert nýtist af moði og lélegu
heyi í hrossin fer mikið af verðmætu fóðri í þau í hörðum
vetrum og vorum, sums staðar ganga þau það nærri beitilandi
að til skaða er, og enginn vafi leikur á því, að hrossaskark á
túnum allan veturinn og jafnvel fram á vor veldur mörgum
bóndanum ómældu tjóni. Slíkt getur skaðað afrakstur ann-
arra búgreina og þá er hætt við að í raun sé lítið eftir af
35
■