Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 96

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 96
15) Sœdýrin í Seyðisfirði. I Þjóðsögum Sigfúsar, 5. bindi (1. útg.) er greint frá ýmsum dýrasjónum í Seyðisfirði eystra, sem a.m.k. stundum líktust sækúm eða sænautum. Flestar eru þessar sagnir frá bænum Firði, er stóð við fjarðarbotninn, vestan Fjarðarár, upp af svonefndri Fjarðaröldu, við sjóinn, en á Öldunni reis fyrsta byggðin í Seyðisfjarðarkaupstað, sem nú hefur innlimað Fjarðarbæinn. Fyrir og um miðja 19. öld voru aðeins fáeinir kofar á Öld- unni, og sáust þá nokkrum sinnum einkennileg dýr koma þar upp úr sjónum að menn héldu, og hverfa aftur í hann. Sigfús hefur m.a. eftir Sigurði Jónssyni (1824-1902), er lengi var hrepp- stjóri í Firði, að þegar hann var á barnsaldri „bar svo við, einn kyrran og bjartan vetrardag, er margt fólk var úti statt, að menn sáu ganga upp frá sjónum, norðanvert við það sem nú (um 1900) er kölluð Neðribúð, dýr nokkurt, er var alveg eins í hátt og rauðskjöldótt kýr.“ „Kýr þessi rann þvert fram yfir Ölduna og hvarf vestur að Skaganum. Var stundarkorn brott, en rann svo sömu leið aftur, og hvarf þar í sjóinn, er hún kom úr honum.“ Töldu þeir sem á þetta horfðu líklegast að þetta hefði verið sækýr en aðrir „héldu því fram, að þar hefði nykur brugðið sér í falska mynd.“ (V. bindi bls. 75-76). Eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Sörlastöðum (síðar á Breiðavaði), hefur Sigfús ritað eftirfarandi sögur um 1905. (V. bindi, bls. 106-07). Þegar Guðbjörg var unglingur í Firði, „sást haust eitt og framan af vetri, óþekkt skepna liggja uppi út undan Búðareyri. Hún hvarf af og til, hún var afarstór.“ Var börnum bannað að leika sér þar nærri. Friðbjöm, bróðir Guðbjargar, var einnig í Firði. Eitt sinn snemma vetrar gekk hann út á Ströndina (Fjarðarströnd). „Er hann kom út að Grenitanga, varð fyrir honum ferfætt dýr, á stærð við vetrungs-naut. Friðbjörn sá þegar, að það var úr sjó. Réði það þegar að honum,“ en hann sneri undan heim í Fjörð, og elti dýrið hann lengi. Þegar Sveinn Jónsson skáld (1816-1866) átti heima í Firði, bar það til „eitt sinn síðla um kvöld, í björtu veðri og tunglsljósi, snemma vetrar, að Guðlaug (kona hans) sótti vatn í lind, suður frá bænum. Þegar hún snýr heim með föturnar, sér hún óþekkt dýr koma vestur yfir Ölduna frá sjónum og stefna á sig og bæinn, og nálgast furðu fljótt. Hún sér að það er nokkuð langt, en lágvaxið, með mikinn hala og klepp á enda. Hún verður hrædd, lætur eftir föturnar, hleypur inn og lokar. Var dýrið þá í hlaðrústinni. Og 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.