Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 34
1 hrossaarðinum. Auk þess er ég hræddur um að fallþungi folalda sé víða lægri en skyldi vegna lélegrar vetrarmeðferðar á hryssum og hagaþrengsla á sumrum. En hafa ber í huga, að skilyrði til stóðbúskapar eru mjög breytileg eftir jörðum. Að sjálfsögðu haga margir bændur hrossabúskap sínum á þann veg, að þeir hafa nokkurn hag af, venjulega sem aukabúgrein. Þetta eru þeir bændur, sem eiga ekki fleiri hross en jarðir þeirra bera með góðu móti, hrossin keppa ekki við aðrar búgreinar, þeim er séð fyrir nægu vetr- arfóðri og alúð er lögð við ræktun þeirra. Hrossabeit getur verið hagabót í grösugum heimalöndum, t.d. sé þeim beitt með sauðfé á mýrlendi í hóflegum fjölda (2). Þannig geta hross bæði verið til arðs og ánægju, ef rétt er á málum haldið. Raunsœi í stað óskhyggju. Mikið hefur verið fjallað um sölumöguleika fyrir nautgripa- og sauðfjárafurðir síðustu ár og ráðstafanir hafa verið gerðar til að draga úr framleiðslunni, einkum með fækkun, til að aðlaga hana breyttum markaðsaðstæðum. Sumir virðast ekki átta sig á því, að einnig er við verulegan vanda að etja í markaðsmálum hrossaræktarinnar. Eftir því sem best er vitað er nú svo komið, að sölu helstu afurðanna, lífhrossa og kjöts, er þröngur stakkur sniðinn, bæði innanlands og utan. Oft finnst mér fjallað um markað fyrir hrossaafurðir af óskhyggju frekar en raunsæi. Þetta er að sumu leyti skiljanlegt og minnir mjög á umræður um aðrar búgreinar, svo sem sauðfjárrækt fyrir 3-4 árum. Bjartsýni er góðra gjalda verð, en ekki verður lengur litið framhjá staðreyndum sem við blasa. Það er engum til góðs, síst af öllu hrossabændum sjálfum. Nú er óhætt að fullyrða að hrossafjölgun liðinna ára er ekki í samræmi við markaðsmöguleikana eins og ég mun síðar víkja nánar að. Þess eru dæmi að bændur réttlæti fjölgun hrossa með því að verið sé að draga saman seglin í sauðfjárræktinni og sums staðar sé verið að skera niður vegna riðuveiki. Vera má að stöku bóndi geti aukið hrossabúskap af þessum ástæð- um, en í heildina eru markaðshorfur slíkar, að ég tel ekki ráðlegt að auka framleiðslu hrossaafurða að svo stöddu. Nú 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.