Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 30
verulega fjölgun að ræða, þó hlutfallslega mest í þéttbýli. I heildina hefur hrossum fjölgað um rúmlega 128% á Norður- landi eystra, en um rúmlega 40% á Norðurlandi vestra, þar sem þau voru þó mörg fyrir. Þess ber að geta, að á Norður- landi vestra hefur fjölgunin verið hverfandi lítil síðustu 6-7 árin. Til fróðleiks má bæta við, að í þremur sveitarfélögum á Norðurlandi fara hrossatölur á 2. þúsundið, þ.e.a.s. í Akra- hreppi, Lýtingsstaðahreppi og á Akureyri. Afréttarbeit hrossa. A Norðurlandi eru á 5. þúsund hross auk folalda rekin í afrétti, mest í Húnavatnssýslum og Skagafirði, en einnig nokkuð í Eyjafjarðarsýslu. Þau eru rekin seinna á sumrin en áður tíðkaðist, og beitartíminn er nú töluvert styttri. Annars staðar á landinu er hrossaupprekstur ekki leyfður að undan- skildum tveim hreppum í Borgarfjarðarhéraði. Víða í afrétt- um sjást merki þess að ástand gróðurlenda hafi batnað eftir að hross hættu að ganga á þeim. Þróunin er greinilega sú að halda hrossum sem mest í héimalöndum, en láta sauðfé nýta hina verðmætu hálendisbeit. Sumir sætta sig illa við það, að hross eru látin víkja þegar ráðstafanir eru gerðar til að draga úr beitarálagi í fullnýttum eða ofsetnum afréttarlöndum. Slíkt hafa mörg upprekstrarfélög gert af nauðsyn og í fullu samræmi við afréttarlög, þar sem gerður er greinarmunur á búfjártegundum. 1 grófum dráttum velja hross til beitar sömu gróðurlendi og sauðfé, þurrlendið er alltaf meira bitið en votlendið, hrossin eru talin ganga nær landinu og skila minna arði fyrir beitina en féð. Þótt grasgefið valllendi og mýrar í byggð geti hentað vel til hrossabeitar er ljóst, að hrossabeit á viðkvæmum há- lendisgróðri í samkeppni við sauðfé er ekki til hagabóta. Bandarískur prófessor í beitarfræðum, sem var hér á ferð sumarið 1983, bendir í skýrslu til Landbúnaðarráðuneytisins á, að hrossabeit og traðk sé það skaðlegt viðkvæmu og upp- skerurýru landi, að alls ekki sé réttlætanlegt að nýta hálend- isafrétti hér á þann hátt. Þeir henti betur til hóflegrar sauð- fjárbeitar (1). 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.