Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 62
koma upp verksmiðjunni nema með nokkurri þátttöku heimamanna. Á undirbúningsstofnfundi hinn 17. júlí 1981, þar sem um 60 manns voru mættir, var samþykkt að stofna hlutafélag um byggingu og rekstur graskögglaverksmiðju. Hlutafé var ákveðið 10 milljónir króna, þar af yrði eign ríkis- sjóðs 75%. Þar með lá fyrir að afla þyrfti 2,5 milljóna króna, eða eins fjórða af upphæðinni heimafyrir, og fór söfnun hlutafjár fram á síðari hluta árs 1981 og fyrri hluta árs 1982. Hlutafjársöfnun gekk býsna vel, en hluthafar í Skagafjarðar- sýslu eru 340 einstaklingar eða flest allir bændur sýslunnar, öll hreppsfélögin 13, öll hreppabúnaðarfélögin 14, Kaupfélag Skagfirðinga, Ræktunarsamband Skagfirðinga og Slátur- samlag Skagafjarðar. 1 Austur-Húnavatnssýslu eru 60 ein- staklingar í 7 hreppum, 6 sveitarfélög, 2 hreppabúnaðarfélög, Sölufélag Austur-Húnvetninga og Búnaðarsamband Aust- ur-Húnvetninga og sést á þessu að þátttaka varð mjög góð og almenn enda höfðu áskoranir á stjórnvöld verið mjög ákveðnar og seinagangur átalinn. Á þessum undirbúningsfundi voru kosnir tveir heimamenn í bráðabirgðastjórn, þeir Kristófer Kristjánsson og Sigurður Sigurðsson, en af hálfu ríkisins voru tilnefndir þeir Árni Jónsson, landnámsstjóri, Þorsteinn H. Gunnarsson, Syðri- Löngumýri, Svínavatnshreppi, og Reynir Gíslason, Bæ, Hofshreppi. Sumarið 1981 var unnið markvisst að ræktunarfram- kvæmdum, grafnir upp skurðir, landið kýft og herfað og ákveðinn staður fyrir byggingar, en þær eru um 700 metra norður af Löngumýri. Var þá mælt fyrir, tekinn grunnur, ekið fylliefni, stærð og gerð húsa ákveðin og unnin önnur nauð- synleg undirbúningsstörf. Um veturinn var síðan safnað hlutafé og stofnun félagsins undirbúin í samráði við land- búnaðar- og fjármálaráðuneytin. Hinn 18. júní 1982 var haldinn stofnfundur í Miðgarði og hlutafélagið formlega stofnað, gengið frá stofnsamningi og samþykktum fyrir félagið og hlaut það nafnið Vallhólmur hf. Undirbúningsstjórn var endurkosin. Að loknum stofnfundinum var síðan brugðið við og byrjað 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.