Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 82

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 82
Annars eru íslenzkar sænautasögur afar mismunandi, og má í stórum dráttum skipta þeim í tvo flokka, þ.e. annars vegar, raunverulegar þjóðsögur með nokkuð fast mótuðum sagnminnum, sem ganga í gegnum þær eins og rauður þráð- ur, og hins vegar „sannar“ sögur (frásagnir), er gerzt hafa á undanförnum 10-15 áratugum, oftast tímasettar og hafðar eftir tilgreindum mönnum, sem urðu dýranna varir eða höfðu nánar fregnir af þeim. Skepnur þær sem lýst er í síðari flokknum, hafa yfirleitt ekki hin dæmigerðu einkenni sækúnna í þjóðsögunum (nasa- blöðru, lit o.fl.), og eru oftast nokkuð frábrugðnar venjulegum nautgripum, jafnvel svo að efast má um, hvort telja beri þær með sæneytum fremur en nykrum eða skrímslum. FYRRI FLOKKUR SÆNEYTASAGNA Þetta eru hinar dæmigerðu sæneytasögur þjóðsagnanna, um sægráa nautgripi, sem oftast komu í flokkum upp úr sjónum, og hafa blöðru milli nasanna en eru að öðru leyti sköpuð sem landnaut. Oftast sjást þau rása á ströndinni í halarófu, eða blandast við landkýr og valda þar ærslum, en stundum hittast þau einnig inni í fjósi. Oftast nást ein eða fleiri kýr eða kálfar, stundum jafnvel tarfar, og tekst að halda þeim á landi með því að sprengja blöðruna, en hin steypa sér í sjóinn. Afbrigði þessara sagna eru svo sögur, þar sem nautin eru send af hafmennum í launaskyni fyrir að þeim er sleppt, en þær þekkjast aðeins frá þremur stöðum á landinu. Sérstakt afbrigði þessara sagna er það, þegar sænaut sjást eðla sig með landkúm, eða landkúm er haldið undir sænaut, en þær sagnir eru mjög skyldar sögum af huldunautum. Sögum í þessum flokki fylgir gjarnan sú umsögn, að sæ- kýrnar (sem náðust) hafi reynzt hinir bestu gripir, verið nyt- háar og mjólkin kostarik, þess er og jafnan getið að þær hafi orðið kynsælar og að frá þeim sé kominn ákveðinn kúastofn sem dreifst hafi um sveitina eða annað tiltekið svæði. Ut- dráttur sagnanna fer hér á eftir. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.