Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 42
um ævina. Þetta gerðist í október 1974 og væri vandalítið að skrifa langa grein um þá ferð eina saman, allt frá þeirri stundu er við lögðum af stað og lentum í nokkrum erfiðleikum með að koma íslensku heyi í gegnum tollinn i New York. í sambandi við höfuðerindi ferðarinnar þótti ófært að fara heylausir til heykögglasérfræðinga þar ytra, sem varð til þess að G'.sli greip með sér heypoka heiman frá sér. Tollvörðum á Kennedy- flugvelli þótti þessi tugga frá Gísla hin grunsamlegasta. Vafalítið hefur sjaldan verið þefað og þukklað meira á ís- lensku heyi í annan tíma en við þetta tækifæri. Mætti segja að tollararnir héldu sig þarna hafa komist í feitt og gómað meiriháttar hasssmyglara. Ingimundur kom þeim þó von bráðar í skilning um hvaða metall þetta væri í raun, af sinni meðfæddu kurteisi og brosandi hreinskilni, og málið leystist farsællega og við fengum að spígspora með stráin frá Hofi hvert á land sem var. Er mér ekki kunnugt um að íslenskt hey hafi fyrr borist til villta vestursins eins og þessi strá frá Hofi komust fyrir rest. Að þessu sinni verður ekki orðlengt frekar um ferð þessa að öðru leyti en því að við sáum umrædda heykögglunarsam- stæðu í vinnslu, en urðum að ferðast alla leið til Los Angeles í Kaliforníu til þess. Þar var um fyrirtæki að ræða, sem fram- leiddi aðallega heyköggla handa hrossaeigendum þar í borg. Strax og heim var komið var haldinn fundur með fulltrúum búnaðarsambandanna í Skagafirði, Eyjafirði og Húnavatns- sýslum að Varmahlíð í Skagafirði og stuttu síðar var haldinn fundur með Þingeyingum og fleirum að Hótel KEA á Akur- eyri. Er óhætt að segja að ýmislegt hafi verið gert, og þá fyrst og fremst fyrir atorku Gísla á Hofi, til þess að vekja áhuga manna á þessari tækni, en allt kom fyrir ekki. Asamt Gísla voru þeir Sveinn Jónsson, bóndi í Kálfsskinni, og Egill Bjarnason, ráðunautur, í undirbúningsnefnd til að kanna grundvöll að félagsstofnun með heykögglagerð að markmiði með einstökum bændum eða samtökum þeirra og var öllum, m.a. búnaðarfélögum á Norðurlandi, alls um 60 talsins, send bréf um þetta efni. Fjögur skrifleg svör bárust, tvö höfnuðu hugmyndinni, en Búnaðarfélag Torfalækjar- 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.