Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 10
10
LANDSBÓKASAFNIÐ 1970
safni Sjúkraskrá afa síns, Páls læknis Blöndals, líkræðu flutla eftir Sigríði Björns-
dóttur, móður gefanda, ekkju Jóns læknis í Stafholtsey, og enn fleiri gögn.
Þór Magnússon þjóðminjavörður afhenti Abóta- og prestatal á Helgafelli eftir
Gísla Konráðsson og með hendi hans. Gjöf úr dánarhúi Sigríðar kennara, dóttur sr.
Sigurðar Gunnarssonar í Stykkishólmi.
Þessir einstaklingar gáfu Landsbókasafni eða afhenlu því til vörzlu handrit, án þess
að frá þeim verði nánara skýrt: Aðalgeir Kristjánsson 1. skjalavörður, Anna Þór-
hallsdóttir söngkona, Arnór Sigurjónsson rithöfundur, Einar Bragi rithöfundur, Guð-
jón Gíslason, Haraldur Jóhannsson hagfræðingur, Klemens Þorleifsson kennari, Páll
Jakobsson, frú Stefanía Guðnadóttir, Þorvaldur Þórarinsson hrl. (vegna dánarbús
Gunnars H. Róbertssonar), Reykjavík, Bragi Jónsson rithöfundur, Akranesi, frú Tove
Gudne Gjellstad, T0nsberg, Helgi Gíslason, Helgafelli við Lagarfljótsbrú, Ingvar
Júlíus Björnsson, Hafnarfirði.
Landsbókasafn flytur öllum gefendum handrita beztu þakkir.
AÐSÓKN
Hér fer á eftir skýrsla um notkun bóka og handrita, um lesenda-
fjölda, útlán og tölu lántakenda.
Flokkur
1970
000 .......................................... 7.779 bindi
100 ....................................... 262 -
200 ............................................ 326 -
300 .......................................... 1.794 -
400 ............................................ 831 -
500 ............................................ 896 -
600 ............................................ 401 -
700 ............................................ 224 -
800 .......................................... 3.018 -
900 .......................................... 3.390 -
Samtals 18.721 bindi
Handrit 3.790 bindi
Lesendur 12.866 bindi
Utlán 1.161 bindi
Lántakendur 231 bindi
Geir Jónasson 1. bókavörður sótti ráðstefnu, er haldin var í Ósló 8.-10. október á
vegum Norræna rannsóknarbókavarðasambandsins, og var þar fjallað um rit Sam-
einuðu þjóðanna (og annarra alþjóðastofnana) og hvers konar meðferð þeirra í
bókasöfnum.