Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 13
LANDSBÓKASAFNIÐ 1970
13
í bréfi byggingarnefndar kom og fram, að heildarbyggingarkostnaður hefði seint
á árinu 1969 verið vegna misritunar í skýrslu Unesco-sérfræðinganna, sem stuðzt
var við, áætlaður þriðjungi of lágur, 150 milljónir í stað 200 milljóna.
Menntamálaráðherra lagði þessa nýju áætlun og önnur erindi fyrrnefnds bréfs fyrir
á fundi ríkisstjórnarinnar snemma í desembermánuði 1970, og tjáði hann formanni
byggingarnefndar nokkru eftir fundinn, að ríkisstjórnin hefði að sínu leyti fallizt á
hina leiðréttu áætlun og yrði málið lagt fyrir borgarstjóra í samræmi við tillögu
byggingarnefndar um stærð húss og lóðar.
Nokkur drátlur varð á því, að bréf gengi frá ráðherra til borgarstjóra, m. a. sökum
þess að rætt var um hlutskipti Þjóðskjalasafns. A fundi, sem menntamálaráðherra
átti 12. marz 1971 með þjóðskjalaverði, háskólarektor og landsbókaverði, voru fund-
armenn „sammála um, að Þj óðskj alasafn fengi til sinnar starfsemi allt Safnahúsið
við Hverfisgötu, þegar Landsbókasafn flytur í hina fyrirhuguðu Þjóðarbókhlöðu, og
ákveður ráðuneytið hér með, að svo skuli vera, enda hefur ríkisstjórnin þegar lýst
sig samþykka því“, eins og segir í bréfi menntamálaráðuneytisins til þjóðskjalavarðar
þennan sama dag, en bréfið var einnig sent háskólarektor og landsbókaverði. Niður-
staða þessi var raunar fullkomlega í samræmi við aðaltillögu nefndar ráðuneytisstjóra
menntamálaráðuneytisins, háskólabókavarðar og landsbókavarðar frá 18. ágúst 1966,
en í áliti nefndarinnar sagði svo m. a.: „Með byggingu nýs hókasafnshúss yrði ekki
aðeins leystur vandi umræddra bókasafna [Landsbókasafns og Háskólabókasafns],
heldur einnig Þj óðskj alasafns, er fengi eðlilega til afnota það húsrými Landsbóka-
safns, er losnaði við flutning þess í ný húsakynni.“
Tilmæli menntamálaráðuneytisins um ákvörðun lóðamarka og annarra atriða, er
máli skiptu, bárust borgarstjóra seint í maí sl. Borgaryfirvöld fjölluðu nokkru síðar
um erindi ráðuneytisins, og varð niðurstaðan sú, að borgarráð samþykkti á fundi sín-
um 30. júlí 1971 fyrirheit um allt að 20.000 m2 lóð við Birkimel og Hringbraut, en
hafði fyrirvara á um endanleg lóðamörk og afhendingu lóðar og benti í því sam-
bandi á erfiðleika, sem nú væru á þvi að afhenda land innan marka íþróttavallarins.
Þar sem byggingarnefnd hefur aldrei gert ráð fyrir því, að bókhlöðubyggingin
skerði í nokkru not manna af íþróttavellinum þann tíma, sem honum er ætlaður á
Melunum, má segja, að nefndin hafi nú loks fast land undir fótum og geti hafizt
handa um að láta teikna hókhlöðuna.
Þegar byggingarkostnaður hókhlöðunnar var áætlaður seint á árinu 1969, var gert
ráð fyrir, að hver rúmmetri í henni kostaði 5 þúsund krónur. Miðað við þá hækkun,
sem síðan hefur orðið á byggingarkostnaði, og þar sem ætla má, að hann verði ekki
lægri á smíðaárinn bóklilöðunnar, þykir nú ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir 6500
króna kostnaði á hvern rúmmetra.
Sé rúmmetratala hókhlöðunnar áætluð 32500, nemur byggingarkostnaðurinn 211
milljónum og 250 þúsundum króna, en við hann bætist svo kostnaður vegna húsbún-
aðar 20 % eða 42 milljónir og 250 þúsund krónur, þ. e. byggingarkostnaður alls 253
milljónir og 500 þúsund krónur.