Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 146

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 146
146 HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFN S Landsbókasafn reynir eftir megni að afla sér vitneskju um handrit, sem föl kynnu að vera og fengur mætti teljast í að eignast. Ef þau eru aftur á móti ekki föl, er yfir- leitt auðvelt að fá leyfi til filmunar eða ljósritunar. En söfnun handrita, sem eru í einkaeign, er ýmsum vandkvæðum bundin og getur stundum snert viðkvæma strengi. Fjallið eða fjaran breytast Ktt, þótt einn og einn safnari grípi stein og stingi í skjóðu sína. Blómabrekkan er fögur á að líta í sumar, þó að margir hafi slitið skrúð hennar í fyrra. En fólk verður fátækara, snauðara, þegar það hefur látið frá sér fara kver, sem það hefur haft undir höndum, ef til vill eins lengi og það man eftir sér: dagbók, sem afi hélt; rímur, sem frændi kvað; bænabók frá löngu liðinni tíð. „Ætli þetta sé nokk- urs virði?“ sagði roskinn bóndi við mig fyrir skömmu og sýndi mér gamalt kver; röddin var hljóðlát og fingurnir gældu við kverið. Ég sá, að það var skrifað fagurri, sérkennilegri hendi, og bað um leyfi til þess að láta filma það fyrir safnið. Það var guðvelkomið. En gildi gamals handrits er einmitt ekki eingöngu fólgið í textanum, sem það varðveitir eða fagurri skrift, heldur jafnframt og ekki sízt í því, hve mikill aflgjafi fróðleiks og skemmtunar það hafði verið þeim, sem það álti, en sá þáttur er auðvitað samofinn hinum tveimur. Á þetta síðastnefnda gildi verður ekki komið neinu mati. Það er ekki sízt þetta gildi, sem gerir handritin að tengilið milli fortíðar og nútíðar. Það er engum vafa undirorpið, að okkur ber að leggja síaukna rækt við að kynna okkur, hvar handrit er að finna, og fylgjast með, hvað af þeim kann að verða. Vita- skuld eigum við að bera víurnar í þau gögn, sem föl kunna að vera og æskilegt getur talizt, að geymd séu á söfnum, en ef þau liggja ekki á lausu um sinn að minnsta kosti, að fá þau þá filmuð eða ljósrituð. Jafnframt er nauðsynlegt að hvetja fólk, sem slík gögn hefur undir höndum, til þess að geyma þau tryggilega og láta þau ganga til safna, ef á örugga varðveizlu skortir. Tengsl safnanna við þetta fólk eru mikilvæg. Skref í áttina eru sýningar þær á handritum, sem Landsbókasafn hefur efnt til á undanförnum árum. Ég nefni sérstak- lega sýninguna, sem haldin var á síðastliðnu vori sem liður í listahátíð; sú sýning var bundin verkum rithöfunda allt frá Magnúsi prúða lil Steins Steinars. Enn fremur get ég sýningar, sem haldin var á síðastliðnu ári í tilefni af rithöfundaþingi og bundin var við verk rithöfunda undir fimmtugs aldri. í báðum tilvikum varð Landsbóka- safn að leita út fyrir veggi sína um öflun handrita á sýningarnar. Ekki er hægt annað að segja en allir, sem hlut áttu að máli, brygðust vel við, ekki sízt rithöfundarnir sjálfir, sem sumir hverjir sendu handrit að gjöf. Safnið metur mikils það samband, sem á komst með því og rithöfundunum vegna þessara sýninga. Ég átti þess kost fyrir skömmu að ræða við marga menn í nokkrum héruðum um handrit og varðveizlu þeirra. Satt að segja furðaði mig á því, hve ríkur skilningur var meðal þeirra á þessum efnum og um hve margvísleg gögn þeir vissu í fórum þessa eða hins. En þeir kunnu einnig margar sögur um það, að handrit hefðu glatazt með þessum hætti eða hinum, og um handrit sem einu sinni voru til, en enginn vissi lengur, hvað af var orðið. Það voru sorglegar sögur sumar hverjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.