Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 182
182
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
kennum, að stórar og veigamiklar stofnanir (sérstaklega raunvísindastofnanir),
sem eru drjúga vegalengd frá aÖalsafni, þarfnist safna, sem kennarar og stúd-
entar í framhaldsnámi nota. I þeim ættu að vera helztu handbækur, fræðirit og
tímarit. Skal efni þeirra skráð í samskrá aðalsafns (21, s. 104).
Ekki eru þessar tvær heimildir fyllilega samhljóða, enda er tilefni þeirra ekki hið
sama og þær aðstæður, sem miðað er við, að ýmsu leyti ólíkar. Þær stangast þó hvergi
á, en bæta hvor aðra upp að nokkru leyti.
2. RÖKSEMDIR MEÐ OG MÓTI STOFNUNARSÖFNUM
Fyrr var á það minnzt, að sennilega væri algjör hnitun háskólabókasafna jafn-
óhugsandi og algjör dreifing; yrði lausnin því að liggja einhvers staðar milli þessara
andstæðna. Að því, er tekur til stofnunarsafna, ættu þessi sjónarmið að skýrast sæmi-
lega, ef nefndar eru röksemdir með og móti stofnunarsöfnum. Slíkar röksemdir eru
margar til, en hér verður látið nægja að nefna nokkurt úrval þeirra.
Röksemdir með stofnunarsöfnum.
1. Stofnunarsöfnin eru mikilvæg vegna þess, að þau veita kennurum og stúdentum
greiðan aðgang að fræðiritum, uppsláttarritum, útdráttum og timaritinn. Sér-
staklega eru það kennarar í raunvísindagreinum, sem benda á þetta hagræði.
2. Margir kennarar - einkum kennarar raunvísindagreina - halda því fram, að
stofnunarsöfn eigi drjúgan þátt í því að örva stúdenta til einbeittari lesturs í
námsgrein sinni.
3. Kennarar hafa og minnzt á, að hefðu þeir aðgang að stofnunarsafni ættu þeir
að geta lánað úr því óformlega eða flett þar upp í heimild, jafnvel þegar aðal-
safnið er lokað.
4. Sennilegt má telja, að stofnanir eða deildir fái meiri áhuga á bókasafni fræði-
greinar sinnar, ef það er aðskilið frá meginbókastofninum í aðalsafni.
5. í stofnunarsöfnum kann að vera hægara að koma við ýmissi sérstakri þjónustu
og sérstökum vinnuaðferðum.
Rölcsemdir móti stofnunarsöfnum.
1. Augljóst óhagræði er að því fyrir notendur, þegar bækur, sem aðeins eru til í
einu eintaki, eru geymdar í stofnunarsöfnum, ekki sízt, ef söfnin liggja dreift.
2. Sum stofnunarsöfn eru aðeins fyrir kennara og stúdenta viðeigandi stofnunar.
Menn utan stofnunar fá þá ekki aðgang eða aðgangur kann að vera erfiðleikum
bundinn.
3. Oft eru stofnunarsöfnin opin aðeins stuttan tíma á dag.
4. Gæzlu safnanna er oft ábótavant. Á þetta einkum við, þegar starfslið er ekki sér-
menntað í bókasafnsfræði, oft er skipt um starfsfólk og engar reglur eru til um
gæzlu safnsins. Eftirlit með reikningum getur orðið ófullnægjandi, einnig eftirlit
með útlánum, bækur geta horfið og röð þeirra raskazt í hillum.