Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 184
184 STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
því sem unnt er með góðu móti, og að öllum aðilum beri að taka þátt í starfinu“ (11,
s. 122-123).
4. NEFNDIR
I háskólabókasöfnum kunna að starfa nefndir. Bandarísk heimild nefnir fjórar
tegundir slíkra nefnda (28, s. 339-340). Verður hér getið tveggja þeirra. Varða þær
samvinnu aðalsafns og stofnunarsafna.
Bókasafnsnefnd. I mörgum háskólum er starfandi bókasafnsnefnd. Slík nefnd veitir
ráð og upplýsingar. Ekki er ætlazt til, að hún taki beinan þátt í stjórn háskólabóka-
safns, en hún getur komið skýrslum, áliti eða meðmælum á framfæri við yfirvöld há-
skólans. Þau mál, sem komið geta til umræðu í bókasafnsnefnd, eru m. a. þessi: stefna
bókasafnsins í megindráttum; niðurjöfnun fjár á hin ýmsu stofnunarsöfn; stefnan í
öflun aukaeintaka af bókum og tímaritum; stefnan í öflun sjónræns og heyrnræns
efnis; áætlun um stækkun og breytingar á bókasafni eða skipulag nýrra bygginga;
samvinna við önnur söfn; óskir frá háskóladeildum eða stofnunum um breytta þjón-
ustu bókasafnsins; óskir eða tillögur frá stúdentum sama efnis; stofnun stofnunar-
safna; reglur háskólabókasafns; reglur, sem gilda um viðtöku bókagjafa; kynning
safnsins meðal stúdenta.
Ekki eru til neinar reglur um, hverjir skuli eiga sæti í nefndinni og hve margir eða
hvernig þeir skuli kosnir. Talið er æskilegt, að háskólabókavörður sé í henni eða sitji
fundi hennar, svo og rektor eða fulltrúi hans. Að öðru leyti ættu að eiga sæti í nefnd-
inni fulltrúar frá sem flestum deildum háskólans. Sé þess ekki gætt, gæti hún orðið
hlutdræg.
Bókasafnsnefnd kemur á tengslum milli deilda háskólans og hókasafns. Um nefnd-
ina fara gagnkvæmar upplýsingar milli þessara aðila. Bókasafninu er nauðsyn á vitn-
eskju xun stefnubreytingar í háskólakennslunni, um ný námskeið, nýja kennara eða
áætlanir mn nýjar byggingar, enda hafa slík mál bein áhrif á starfsemi bókasafnsins.
Á hinn bóginn geta fulltrúar háskóladeilda öðlazt nokkra innsýn í innri störf bóka-
safnsins. Þeir geta betur skilið þarfir safnsins og ýmsar þær ákvarðanir, sem háskóla-
bókavörður tekur.
Um mikilvægi bókasafnsnefndar í bókasafnskerfinu verður ekki fullyrt hér. Efast
sumir um gildi hennar. Á hinn bóginn mætti benda á, að nefnd þessi er algeng bæði
vestan hafs og austan. (Heimildir: 28, s. 42-44; 16, s. 38-42; 21, s. 141)
Nefnd bókavarða stofnunarsafna. í nefnd þessari eiga sæti bókaverðir frá hinum
ýmsu stofnunarsöfnum eins háskóla. Eiga þeir fundi með háskólabókaverði til þess
að ræða þá þætti í starfsemi háskólans, sem sameiginlegir eru öllum söfnum. Því hnit-
aðri sem söfnin eru að því, er tekur til mála eins og innri stjórnunar, fjármála og
starfsmannavals, því mikilvægari verða þessir fundir. Heimild mín getur þess ekki,
hversu nefnd þessi er algeng í Bandaríkj unum eða öðrum löndum. Hún bendir á, að
háskólabókasöfn með mörgum stofnunarsöfnum gætu tekið til athugunar möguleik-
ann á stofnun slíkrar nefndar til þess að auðvelda samstarf innan bókasafnskerfisins,