Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 135
ÍSLENZK RANNSÓKNARBÓKASÖFN 135
tekur hún til ritauka fyrra helmings þessa árs. Jafnframt er nýkomin út skrá um rit-
auka Landsbókasafns 1969 í umsjá Guðbjargar Benediktsdóttur ritara safnsins.
Olafur Pábnason bókavörður, er lagt hefur á ráðin um tilhögun hinnar nýju sam-
skrár, mun í sérstöku erindi síðar á þessu þingi fjalla nánar um hana, og mun ég því
ekki ræða hana frekara, heldur einungis þakka öllum, sem þar eiga hlut að máli, ágæta
samvinnu um þetta mikla nauðsynjamál.
Þess skal getið, að stefnt er að því að koma út svo fljótt sem kostur er áþekkri
samskrá um tímarit þau, sem keypt eru reglulega til rannsóknarbókasafna og stofn-
ana, en þar er engu síður um brýnt verkefni að ræða. Er eins víst, að þá sannist sá
grunur manna, að margir aðilar kaupi eitt og sama tímarit, en við því verður að
stemma stigu, svo sem unnt er, þótt stundum verði vitaskuld ekki hjá því komizt að
hafa sama tímaritið á fleiri en einum stað. Þegar menn loks fá að vita, hvar hvert
eitt tímarit er niðurkomið, er með bættu skipulagi lánastarfseminnar hægt að sjá til
þess, að notendur fái greiðari aðgang að tímaritakostinum en verið hefur til þessa.
í 7. grein laga um Landsbókasafn frá því í fyrra segir, að Landsbókasafn skuli
hafa samvinnu við önnur bókasöfn og sérfræðibókasöfn, sem ríkisstofnanir og félög
eiga, um bókakaup og bókalán. Þótt samráð hafi jafnan verið haft um bókakaup við
Háskólabókasafn, skal viðurkennt, að það hefur ekki verið á svo skipulega vísu sem
skyldi, og samvinna við önnur söfn og stofnanir hefur því miður ekki komizt á lagg-
irnar ennþá. Sannleikurinn er sá, að hver hefur setið í sínu horni og dagað þar uppi,
ef svo mætti segja. Hér þarf breyting á að verða, og ég veit, að víðtækari samvinna
muni fljótlega takast um bókakaupin á svipaðan hátt og hún hefur tekizt um sam-
skrána svonefndu.
Einar Sigurðsson hefur hugleitt bókakaupmálin, veit ég, og mun reifa þau í sérstöku
erindi á morgun, svo að ég fer ekki langt út í þá sálma hér.
í lögum um Landsbókasafn 1949 var gert ráð fyrir, að háskólaráð skipaði safninu
ráðunauta um bókaval, svo marga og í þeim fræðigreinum, sem ástæða þætti til.
I reyndinni varð það svo, að þeir háskólans menn, er létu sig bókaval einhverju varða,
hölluðu sér eðlilega fyrst og fremst að Háskólabókasafni. Þetta ákvæði stendur óbreytt
í lögum þeim um Landsbókasafn, er samþykkt voru í fyrra, og nú einsýnt með vaxandi
samvinnu um bókakaup til rannsóknarsafna, að leitað verði eftir skipulegri aðstoð
sérfræðinga Háskólans í sem flestum greinum. Vér þurfum auðvitað að stefna að því
að fá til starfa bókaverði með sérþekkingu á raunvísindum ekki síður en hugvísindum,
en meðan þeirra er ekki kostur, hljótum vér að verulegu leyli að hlíta forsjá sér-
fróðra manna, hvort heldur þeir eru í kennaraliði Háskólans eða starfa við aðrar
opinberar rannsóknarstofnanir.
Að þessu sinni verður ekki rætt að neinu ráði um fjárveitingar til bókakaupa.
Landsbókasafn hefur á þessu ári tvær milljónir til bóka- og handritakaupa, og hefur
sú upphæð farið hækkandi á síðustu árum, var t. d. 600 þúsund 1964., ein milljón
1965 og 1966, 1300 þúsund 1967 og 1968, 1575 þúsund 1969 og tvær milljónir á
þessu ári, sem fyrr segir.