Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 144
144
HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS
Tjaldanesi, Jón Þorkelsson rektor, Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, Þorsteinn
Erlingsson, Guðmundur Davíðsson á Hraumun, Björgvin Guðmundsson tónskáld,
Gunnar Róbertsson Hansen leikstjóri, Helgi Hjörvar, Ólafur Lárusson prófessor, Þor-
steinn Konráðsson fræðimaður, Steinn Dofri, Guðmundur Kamban o. fl. o. fl.
Góðir áheyrendur, þessari sögulegu vegferð er lokið; stiklað hefur verið á stóru,
hoppað stein af steini, fæti tyllt á hóla og hæðir. Mér hefur farið eins og mörgum
þeim, sem í óðagotinu að komast áfram gerir sér varla grein fyrir því, fyrr en komið
er á leiðarenda, að ýmislegt fallegt hafi verið að sjá í laulum og lægðum. Mörg hand-
rit, gefin og keypt, leynast milli þeirra safna, sem nefnd voru, bænabækur, sálmabæk-
ur, kvæðakver, rímnakver, sögubækur, prédikanir, sendibréf, svo að eitthvað sé nefnt.
En hyggjum nú að öðru.
Handritadeild Landsbókasafns er til húsa á fyrstu hæð Safnahússins, þar sem áður
var Náttúrugripasafn. Þangað var hún flutt 14. ágúst 1962. Var orðið býsna þröngt
um hana uppi á þriðju hæð. Jafnframt því sem hinn nýi handritasalur var búinn stál-
skápum, var gert ráð fyrir vinnurými fyrir handritaverði og nokkra fræðimenn. Svo
æxlaðist til, þegar Handritastofnun fslands var sett á laggirnar, að hún fékk inni í
þessum sal til bráðabirgða, en flultist að fullu í Árnagarð á þessu ári. Á Landsbóka-
safn þar að sjá á bak góðum gestum.
Mestur hluti handritanna í handritastafni er frá 19. öld, allmörg eru frá 18. öld, en
aðeins lítið eilt eldra. Töluvert er svo frá 20. öld, og vex sá flokkur vitaskuld stöðugt.
Ekki getum við státað af skinnhandritum, en þó skal þess getið, að til eru tvær lög-
bækur á skinni, óheilar þó, skrifaðar á síðara hluta 16. aldar og um 1600, galdrakver
frá því um 1670, lækningakver frá miðri 17. öld og bænakver, skrifað um miðja 16.
öld, en auk þess hrot úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum, enn fremur nokkur
fornbréf.
Lykillinn að notkun handritasafnsins eru handritaskrárnar, þar sem hverju hand-
riti er lýst eftir föngum, ytri gerð og efni. Óþarft er að fara langt út í þá sálma með
svo lykilfróðu fólki sem hér er statt, en stofnrit handritaskránna í þremur bindum kom
út á árunum 1918-1937. Það þrekvirki vann Páll Eggert Ólason, og síðan liafa komið
út þrjú aukabindi, 1947, 1959 og 1970. Páll segir í formála fyrir 3. bindi stofnritsins,
að skráin sé unnin í hjáverkum, allar skrár séu einungis leiðbeining og ekki sé unnt
að gera þau efni svo úr garði, að ekki verði um bætt. Síðan bætir Páll við, að við-
húið sé, að í dómum sumra manna um ritið sannist gamall málsháttur: „Sá fær sjaldan
lof, sem á lampanum heldur.“ Því get ég þessa hér, að mjög oft verð ég þess var, að
menn reka upp stór augu og undrast, er þeir verða varir við ónákvæmni eða skekkju
í riti Páls.
Efnisflokkar handritaskránna eru 23. Þeir eru vitaskuld misjafnir að vöxtum, en
ætla má, að kveðskaparflokkurinn sé drýgstur, ef rímur eru taldar með; annars er
mannfræðiflokkurinn mikill að vöxtum og að líkindum mest notaður.
Starfsdagur í handritadeild er stundum æði eftirtekj ulítill vegna hins daglega amst-
urs, eins og gengur og gerist. Þó vil ég nefna tvennt, sem unnið er að að staðaldri, þ. e.