Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 144
144 HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS Tjaldanesi, Jón Þorkelsson rektor, Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, Þorsteinn Erlingsson, Guðmundur Davíðsson á Hraumun, Björgvin Guðmundsson tónskáld, Gunnar Róbertsson Hansen leikstjóri, Helgi Hjörvar, Ólafur Lárusson prófessor, Þor- steinn Konráðsson fræðimaður, Steinn Dofri, Guðmundur Kamban o. fl. o. fl. Góðir áheyrendur, þessari sögulegu vegferð er lokið; stiklað hefur verið á stóru, hoppað stein af steini, fæti tyllt á hóla og hæðir. Mér hefur farið eins og mörgum þeim, sem í óðagotinu að komast áfram gerir sér varla grein fyrir því, fyrr en komið er á leiðarenda, að ýmislegt fallegt hafi verið að sjá í laulum og lægðum. Mörg hand- rit, gefin og keypt, leynast milli þeirra safna, sem nefnd voru, bænabækur, sálmabæk- ur, kvæðakver, rímnakver, sögubækur, prédikanir, sendibréf, svo að eitthvað sé nefnt. En hyggjum nú að öðru. Handritadeild Landsbókasafns er til húsa á fyrstu hæð Safnahússins, þar sem áður var Náttúrugripasafn. Þangað var hún flutt 14. ágúst 1962. Var orðið býsna þröngt um hana uppi á þriðju hæð. Jafnframt því sem hinn nýi handritasalur var búinn stál- skápum, var gert ráð fyrir vinnurými fyrir handritaverði og nokkra fræðimenn. Svo æxlaðist til, þegar Handritastofnun fslands var sett á laggirnar, að hún fékk inni í þessum sal til bráðabirgða, en flultist að fullu í Árnagarð á þessu ári. Á Landsbóka- safn þar að sjá á bak góðum gestum. Mestur hluti handritanna í handritastafni er frá 19. öld, allmörg eru frá 18. öld, en aðeins lítið eilt eldra. Töluvert er svo frá 20. öld, og vex sá flokkur vitaskuld stöðugt. Ekki getum við státað af skinnhandritum, en þó skal þess getið, að til eru tvær lög- bækur á skinni, óheilar þó, skrifaðar á síðara hluta 16. aldar og um 1600, galdrakver frá því um 1670, lækningakver frá miðri 17. öld og bænakver, skrifað um miðja 16. öld, en auk þess hrot úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum, enn fremur nokkur fornbréf. Lykillinn að notkun handritasafnsins eru handritaskrárnar, þar sem hverju hand- riti er lýst eftir föngum, ytri gerð og efni. Óþarft er að fara langt út í þá sálma með svo lykilfróðu fólki sem hér er statt, en stofnrit handritaskránna í þremur bindum kom út á árunum 1918-1937. Það þrekvirki vann Páll Eggert Ólason, og síðan liafa komið út þrjú aukabindi, 1947, 1959 og 1970. Páll segir í formála fyrir 3. bindi stofnritsins, að skráin sé unnin í hjáverkum, allar skrár séu einungis leiðbeining og ekki sé unnt að gera þau efni svo úr garði, að ekki verði um bætt. Síðan bætir Páll við, að við- húið sé, að í dómum sumra manna um ritið sannist gamall málsháttur: „Sá fær sjaldan lof, sem á lampanum heldur.“ Því get ég þessa hér, að mjög oft verð ég þess var, að menn reka upp stór augu og undrast, er þeir verða varir við ónákvæmni eða skekkju í riti Páls. Efnisflokkar handritaskránna eru 23. Þeir eru vitaskuld misjafnir að vöxtum, en ætla má, að kveðskaparflokkurinn sé drýgstur, ef rímur eru taldar með; annars er mannfræðiflokkurinn mikill að vöxtum og að líkindum mest notaður. Starfsdagur í handritadeild er stundum æði eftirtekj ulítill vegna hins daglega amst- urs, eins og gengur og gerist. Þó vil ég nefna tvennt, sem unnið er að að staðaldri, þ. e.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.