Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 157
ÓLAFUR PÁLMASON
SKRÁNINGARREGLUR BÓKASAFNA
Það ER tilefni þessa máls, að sl. fjögur ár hefur starfað nefnd, er skipuð var á sínum
líma að tilhlutan Bókavarðafélags Islands til að semja skráningarreglur fyrir íslenzk
hókasöfn. Nokkur hluti þess verks, sem nefndinni var ætlað að vinna, er nú fullbú-
inn í fyrstu gerð af hennar hálfu og kominn út í fjölritaðri bráðabirgðaútgáfu.1
Eðlilegt er, að varpað sé fram þeirri spurningu, hversu rík ástæða sé til að sam-
ræma skráningarhætti íslenzkra bókasafna. Hér skal minnt á nokkur rök, sem að því
hníga. Bókasafnsfræði hefur nú verið kennslugrein við Háskóla íslands mn 14 ára
skeið og 15. kennsluárið senn að hefjast. Gagnsemi af kennslu og þjálfun til starfa
í bókasöfnum er að sjálfsögðu noldcuð undir því komin, að þeim reglum, sem nem-
endur tileinka sér, sé beitt sem víðast, þar sem þeir kunna síðar að ráðast til safn-
starfa. Bókavarðaskóli kallar þannig á það, að reglur safna séu eftir mætti steyptar i
eitt mót, ef söfnin hugsa sér að hafa hag af skólanum. í öðru lagi er samræming
skráningarreglna ein af forsendiun þess, að samskráning á ritauka eða hókastofni
margra safna geti farið vel úr hendi. Þannig hefur sá hluti íslenzku skráningarregln-
anna, sem út er kominn, þegar stuðlað að því, að unnt reyndist á þessu ári að efna
til Samskrár um erlendan ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna. í þriðja lagi er
samræming skráningarreglna nauðsynlegur grundvöllur, ef stofnað yrði hér til skrán-
ingarmiðstöðvar að hætti grannþjóða okkar, þar sem skráðar yrðu flestar íslenzkar
bækur, spjöldum fjölgað og þeim dreift til ahnenningsbókasafna eftir þörfinn þeirra,
en um það leyti sem skráningarnefnd tók til starfa, hafði þáverandi bókafulltrúi ríkis-
ins nýlega leitað eftir því við menntamálaráðuneytiö, að efnt yrði til slíkrar starf-
semi, og gert ráðuneylinu grein fyrir gagnsemi hennar. í fjórða lagi er einhver skrán-
ingarstefna, ef svo mætti kalla, forsenda þess, að unnt sé að hefjast handa um skyn-
samlega endurskoðun spjaldskrár í söfnum, þar sem þess er þörf, svo að slík endur-
skoöun megi haldast í fullu gildi. - Ég býst við, að flestir muni á einu máli um, að
það, sem nú er talið, réttlæti það fyllilega að verja nokkiu fé og fyrirhöfn til skrán-
ingarreglna, ef þær gætu orðið grundvöllur samræmingar.
1 Skráningarreglur bókasafna. Bráðabirgðaútgáfa. Rv. 1970. - I skráningarnefnd bafa setið Einar
Sigurðsson, Háskólabókasafni, Gróa Björnsdóttir, Borgarbókasafni Reykjavíkur, og Ólafur Pálma-
son, Landsbókasafni íslands.