Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 115
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
115
verið filmaðar fyrir Þjóðskjalasafn - fékk það úr Ríkisskjalasafni 833 skjalabækur
og skjalaböggla, þar á meðal slíka dýrgripi sem frumritin af Jarðabók Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns og manntalinu 1703; úr skjalasafni hæstaréttar málsskjöl í
íslenzkum málum 1802-1921; úr Konungsbókhlöðu safn Alþingisbóka og úr Árna-
safni 100 fornbréf, flest skinnbréf frá Hólum, en fyrir átti safnið 300 skinnbréf frá
Skálholti. Einnig komu úr Árnasafni fjórar skinnbækur, þ. á m. elzta varðveitta bisk-
upsbókin, bréfabók Jóns Vilhjálmssonar á Hólum á 15. öld, sem ásamt Reykholtsmál-
daga frá 12. og 13. öld og Sigurðarregistri, máldagabók Hóladómkirkju frá 16. öld,
sem skjalasafnið átti hvorttveggja áður, eru meðal elztu kjörgripa þess.
Annar eins hvalreki hefur hvorki fyrr né síðar komið á fjörur Þj óðskj alasafns, enda
er „danska sendingin frá 1928“, eins og þessi afhending er oftast kölluð, ekki aðeins
sú langstærsta, sem safninu hefur nokkru sinni borizt, heldur heimildasafn um þj óðar-
söguna á síðustu öldum, sem seint verður að fullu úr unnið.
Fjölmargt er þó eftir í dönskum skj alasöfnum, sem varðar íslenzk mál. Sumt varð
eftir af vangá 1928, en hitt er þó fleira, sem er svo samofið skjölum frá öðrum hlut-
um hins gamla danska ríkis, að erfitt er að skilja þar á milli. Nú á dögum er líka
hægurinn hjá að fá mikrofilmur eða xeroxmyndir af slíkum skjölum, svo að það
bagar ekki eins mikið og áður að hafa ekki í landinu sjálfu öll þau frumgögn, sem
við kynnum að æskja. Þannig liefur Þjóðskjalasafn fengið xeroxmyndir af tveggja
binda bréfadagbók um innkomin bréf til rentukammers varðandi Island og Færeyjar
174.1-1771, og yfir stendur xeroxmyndun fyrir safnið á 15 binda bréfabók rentu-
kammers varðandi ísland og Færeyjar 1683-1771. Auk þess er ætlunin að fá á næst-
unni xeroxmyndir af 27 binda bréfabók rentukammers varðandi ísland 1771-1848, en
hún var ekki afhent 1928, vegna þess að þar eru bréf á víð og dreif, sem varða Græn-
land, Finnmörk og Færeyjar. Hins vegar kom bréfadagbók um íslenzk málefni á þessu
sama skeiði með sendingunni frá 1928. Þá hefur Þjóðskjalasafn orðið sér úti um
xeroxmyndir af hinu mikla bréfasafni Brynjólfs Péturssonar, sem Aðalgeir Kristjáns-
son 1. skjalavörður fann í Sjællands Landsarkiv sumarið 1968.
Vitaskuld er ótal margt fleira í Ríkisskjalasafni og víðar, sem girnilegt væri að fá
einhvers konar myndir af, þó að ekkert hafi verið ákveðið um það enn sem komið er.
Þetta eins og svo margt fleira í starfsemi safna er komið undir rausn fj árveitingar-
valdsins og svo auðvitað húsrými til að taka við gögnum, hvort sem eru frumgögn eða
eftirmyndir, en að húsnæðismálum vík ég betur síðar.
Um skjalasafn, sem óx svo hröðum skrefum allt frá aldamótum sem Þj óðskj alasafn,
var það engin furða, þótt starfsemi þess, þar á meðal svo mikilvægir þættir sem röðun,
skrásetning og viðgerð skjala, drægist nokkuð aftur úr. Starfslið skj alasafnsins var
frá upphafi, og er raunar enn, alltof lítið, þótt því verði ekki neitað, að veruleg breyt-
ing hafi orðið á þessu til batnaðar í seinni tíð. Fram til ársins 1911 var skjalavörður-
inn, sem skipaður var 1899, eini starfsmaður skj alasafnsins. Frá 1911 til 1938 hafði
hann ekki nema einn aðstoðarmann sér við hlið. Síðan 1953 hafa skjalaverðir verið
fjórir og að auki aðstoðarmaður frá 1957. Við fámennt starfslið bættist svo það, að