Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 175
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
175
c) Aðalsafn og stofnunarsöfn mynda eitt heildarkerfi, þar sem siunir þættir eru
hnitaðir.
d) Hnitað bókasafnskerfi, dreifð söfn. Safnið skiptist í söfn eða deildir sér-
stakra fræðigreina. „Háskólabókasafnið“ er einungis yfirbygging og annast
stjórn, samræmingu og samvinnu (náið eftir 6, s. 52-53).
Yfirstjórn háskólabókasafns. Háskólabókasafn er að meira eða minna leyti hluti af
skipulagskerfi háskólans. Skipulag hans ákvarðar mjög skipulag háskólabókasafns. A
þetta ekki sízt við um valdssvið háskólabókavarðar.
Háskólahókavörður er yfirmaður háskólabókasafns eða aðalsafns. Ber hann ábyrgð
á daglegri stjórn safnsins. Ábyrgð hans gagnvart yfirvöldum háskólans getur verið
með tvennum hætti. Venjulega ber hann ábyrgð beinlínis gagnvart rektor háskólans.
En einnig getur fyrir komið, að hann lúti yfirmanni (forseta) háskóladeilda, en sá
síðarnefndi ber síðan ábyrgð gagnvart yfirmanni háskólans. Fer þetta eftir skipulagi
háskólans í heild (28, s. 132-133; 16, s. 50-51).
Sé litið á bókasafnið út af fyrir sig, má segja, að háskólabókavörður sé ævinlega
yfirstj órnandi aðalsafns. En hann er ekki alltaf yfirmaður stofnunarsafna. Þau kunna
að lúta háskóladeildum. Fer þetta eftir sjálfstæði stofnana á hverjum stað (sbr. næsta
kafla).
Eftirfarandi atriði m. a. mæla með því, að háskólabókavörður sé stjórnandi allra
safna háskólans:
1. Hann getur samræmt betur alla bókasafnsstarfsemina.
2. 011 tæknileg vinna — vinnuaðferðir og flokkunarkerfi — verður samræmdari.
3. Samskipti aðalsafns og stofnunarsafna verða greiðari, t. d. að því, er varðar
bóka- og tímaritalán frá aðalsafni til stofnunarsafna.
4. Bókavörður stofnunarsafns þarf að gæta hagsmuna þeirrar stofnunar eða deildar,
sem hann þjónar. Jafnframt verður hann að taka tillit til annarra safna háskól-
ans. Þessi tvískipting getur hugsanlega orsakað togstreitu og samkeppni, sem
hægara er að útkljá, ef húsbóndinn er einn (26, s. 10).
Heildarkerfi. Eins og vikið hefur verið að hér á undan, ber nauðsyn til, að aðal-
safn og hin ýmsu sérsöfn háskóla myndi eina heild, eitt bókasafnskerfi. John Brandrud
hefur nefnt ákveðnar forsendur, sem shkt kerfi verður að lúta. Þær eru þessar:
1. Háskólabókasafn sé órofa hluti háskólans.
2. Kennarar og stúdentar hafi innan hæfilegra marka aðgang að söfnum háskólans,
og þjónusta háskólabókasafns sé þeim til reiðu.
3. Stofnunarsöfn, eins og aðalsafn, teljist a. m. k. til háskólans, en hafi ekki algjört
sj álfsforræði.
4. Söfn eða hluta þeirra megi flytja til eftir þörfum. Þetta hefur m. a. í för með sér,
að þann hluta stofnunarsafna, sem lítt er notaður, megi grisja og endurnýja og